Eitt fallegasta eldhús síðari ára

Mögulega fallegast eldhús síðari ára - sjáið þennan brúna marmara.
Mögulega fallegast eldhús síðari ára - sjáið þennan brúna marmara. Mbl.is/©Mynd:Birgitta Wolfgang, Styling: Cora Lucaz

Við ætlum að leyfa okkur að fullyrða að hér sé fallegasta eldhús síðari ára. Annar eins gullmoli hefur ekki sést í lengri tíma.

Hún heitir Cora Lucaz og elskar fátt meira en að endurhanna hús og heimili, sem hún selur svo með húsgögnunum og öllu öðru tilheyrandi. Í Danmörku hefur hún slegið út fermetraverð í sölu á fasteign sem hún hefur skapað – þar sem hún hannar mikið undir frönskum og ítölskum áhrifum þegar kemur að vali á húsgögnum og öðrum fylgihlutum. En hún hefur oftar en einu sinni, gengið út með fötin sín undir hendinni þar sem kaupendur vilja fá allt sem þeir sjá í húsunum.

Cora einblínir á að skapa rýmin þannig að þú þurfir ekki að skipta öllu út eftir fimm ár, þá í það mesta einum og einum púða. Og í þessu tiltekna 550 fermetra glæsihýsi, er einstaklega lekkert eldhús að finna. Eins er samliggjandi borðstofa og stofa sem rúmar marga gesti á sama tíma. Í eldhúsinu sjáum við skápalengju sem geymir leirtau, hrærivélar og önnur tæki. Eins er vínskápur í fullri stærð og arinn sem einnig má nota fyrir eldofn, svona ef einhver er til dæmis svangur í eldbakaða pítsu. Eyjan í eldhúsinu er afar glæsileg með brúnum marmara og innréttingin sjálf kemur úr smiðju Malte Gormsen. Og í stóru eldhúsi sem þessu, er möguleiki á að geyma sófa – og hvað er fallegra en Japan-sófinn frá Finn Juhl í hornið, ásamt hægindastólnum Lady frá Cassina, hannaður af Marco Zanuso. Þeir sem vilja skoða húsið nánar, geta gert það HÉR.

Heimild: Bo Bedre

Skápalengja felur allt leirtau, græjur og fleira.
Skápalengja felur allt leirtau, græjur og fleira. Mbl.is/©Mynd:Birgitta Wolfgang, Styling: Cora Lucaz
Það er að sjálfsögðu vínskápur í fullri stærð og arinn …
Það er að sjálfsögðu vínskápur í fullri stærð og arinn sem má nota undir matargerð. Mbl.is/©Mynd:Birgitta Wolfgang, Styling: Cora Lucaz
Flottur sófi hannaður af Finn Juhl og hægindastóllinn Lady frá …
Flottur sófi hannaður af Finn Juhl og hægindastóllinn Lady frá Cassina. Mbl.is/©Mynd:Birgitta Wolfgang, Styling: Cora Lucaz
Borðstofan rúmar marga gesti. Takið einnig eftir gólfefninu sem er …
Borðstofan rúmar marga gesti. Takið einnig eftir gólfefninu sem er einstaklega stórfenglegt. Mbl.is/©Mynd:Birgitta Wolfgang, Styling: Cora Lucaz
mbl.is