Nýjar próteinvörur á markað hérlendis

Ljósmynd/Fuel10K

Sérhannaðar próteinríkar vörur hafa verið vinsælar hér á landi enda prótein mikilvægasta byggingarefni líkamans og sérlega mikilvægt til uppbyggingar, vaxtar og viðhalds vefja. 

Það er því ánægjulegt að segja frá því að nú sé hægt að fá vörur frá breska fyrirtækinu Fuel10k hér á landi en fyrirtækið hefur sérhæft sig í vörum fyrir fólk á ferðinni þar sem áherslan er lögð á gæði hráefnisins og vandaða samsetningu helstu næringarefna. Vörurnar hafa verið sérstaklega vinsælar hjá íþrótta- og útivistarfólki.

Nú er hægt að fá hágæðapróteindrykki í fernu sem innihalda jafnframt vítamín og önnur nauðsynleg næringingarefni. Eins er hægt að fá granóla, próteinstykki, hafragraut í neytendapakkningum, smákökur og síðast en ekki síst – örbylgjubollakökur sem koma í umbúðum sem mega fara beint inn í örbylgjuofninn.

Vörurnar eru fáanlegar í Hagkaup.

Heimasíða Fuel10k

Ljósmynd/Fuel10K
Ljósmynd/Fuel10K
Ljósmynd/Fuel10K
Ljósmynd/Fuel10K
mbl.is