Einstakt eldhús á Suðurnesjum

Þetta glæsilega eldhús má finna við sjávarsíðuna á Suðurnesjum. Svarta …
Þetta glæsilega eldhús má finna við sjávarsíðuna á Suðurnesjum. Svarta ljósið yfir eyjunni heitir Compendium og er frá Luceplan. Mbl.is/Guðfinna Magnúsdóttir

Við erum stödd á heimili við sjávarsíðuna á Suðurnesjum, þar sem gullfallegt eldhús er að finna – einstök sérsmíði frá Grindinni.

Það gleður okkur alltaf jafn mikið að sjá íslenska hönnun í eldhúsum, og þar er sérsmíði frá Grindinni í fararbroddi. Það mætti segja að innréttingarnar þeirra þekktust á handbragðinu einu saman, þar sem vandað er til verka á öllum sviðum. Innréttingin er smekklega hönnuð og lætur ekki mikið yfir sér en er samt svo falleg að maður sér vart neitt annað í rýminu. Það er nánast eins og við séum að skoða þekkt húsbúnaðartímarit en ekki á heimili rétt fyrir utan bæjarmörkin. Innréttingin er smíðuð úr olíuborinni eik og ljósi steinninn er frá Steinprýði.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Einstök smíði hjá Grindinni sem kunna sitt fag upp á …
Einstök smíði hjá Grindinni sem kunna sitt fag upp á tíu. Mbl.is/Guðfinna Magnúsdóttir
Innréttingin er úr olíuborinni eik og steinninn kemur frá Steinprýði.
Innréttingin er úr olíuborinni eik og steinninn kemur frá Steinprýði. Mbl.is/Guðfinna Magnúsdóttir
Mbl.is/Guðfinna Magnúsdóttir
mbl.is