Tacosalatið sem tryllir bragðlaukana

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Berglind Hreiðars á Gotteri.is er jafnvíg á einfaldan og flókinn mat að því virðist. Hér er hún með eina af þessum einföldu uppskriftum sem slá þó alltaf í gegn enda bragðgóð með eindæmum. Við erum að tala um tacosalat en eins og við vitum er gott að byrja vikuna á góðu salati.

Berglind mylur nachos flögur yfir og segist reyndar gera það með hinum ýmsu uppskriftum enda sé allt betra sem sé smá stökkt, og við tökum heilshugar undir það. Að auki hrósar hún sósunni sem hún setti yfir salatið en það er hluti af nýju Street Food-línunni frá Hellmann´s sem eru tilbúnar sósur sem hafa notið mikilla vinsælda.

Tacosalat

Fyrir um 4 manns

 • 4 kjúklingabringur
 • Kjúklingakrydd
 • Grillolía með hvítlauk
 • 150 g maísbaunir (+olía og salt)
 • Romaine-salat (eitt búnt)
 • 1 rauð paprika
 • 200 g Black beans
 • ½ rauðlaukur
 • Kóríander
 • Old El Paso-osta-nachos-flögur
 • Hellmann‘s Avocado jalapeno streetfood-majónes

Aðferð:

 1. Kryddið kjúklingabringurnar og grillið þær á meðalheitu grilli, penslið með grillolíu og hvílið í um 10 mínútur eftir að þær eru tilbúnar.
 2. Steikið maísbaunirnar upp úr ólífuolíu og kryddið til með salti, leggið til hliðar.
 3. Skerið niður grænmetið og blandið saman í skál ásamt maísbaunum og svörtum baunum.
 4. Myljið nachos-flögur og skerið niður kóríander og setjið yfir.
 5. Næst má skera niður kjúklingabringurnar, leggja yfir salatið og setja vel af Avocado-majónesi yfir allt saman. Gott er síðan að hafa majónesið á borðinu fyrir þá sem vilja skammta sér meira.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is