Verðlaunapizzur loksins fáanlegar á Íslandi

Þau gleðitíðindi berast að kanadísku pítsurnar fá Oggi séu fáanlegar hér á landi. Oggi ku eiga heiðurinn að fyrstu frosnu glúteinlausu pítsunum og hafa matarspekúlantar verið afar hrifnir af þeim. Písturnar eru mótaðar i höndunum en við það verða til loftbólur sem koma í veg fyrir raka. Útkoman er sögð stökkur og ljúffengur botn – án glúteins.

Loksins eru þessar frábæru pizzur fáanlegar á Íslandi og ljóst er að þessar fréttir munu kæta marga, sérstaklega aðila innan grænkerasamfélagsins en Oggi býður upp á nokkra valkosti af vegan og plöntumiðuðum (e. plant based) pizzum sem búnar voru til í samstarfi við Beyond Meat.

Alls eru sex tegundir komnar í sölu hérlendis. Tvær ítalskar pizzur án glúteins, tvær vegan pizzur og tveir lágkolvetnabotnar. Pizzurnar frá Oggi eru margverðlaunaðar en meðal verðlauna sem þær hafa hlotið er „Besta nýja kanadíska varan“ og „Besta tilbúna frosna varan“ á Grand Priz-verðlaunahátíðinni árið 2019.

Oggi-pítsurnar eru fáanlegar í Hagkaup.

mbl.is