Svaðalegasta kjúklingastatíf allra tíma

Þú hefur eflaust aldrei séð grillaðan kjúkling á mótorhjóli áður, …
Þú hefur eflaust aldrei séð grillaðan kjúkling á mótorhjóli áður, og með sólgleraugu! Mbl.is/bandboygg

Grillaður bjór-kjúklingur er tekinn á hærra plan með þessari svaðalegu græju, en kjúklingurinn verður ekki svalari á grillinu en þetta. Vinirnir munu gapa þegar þeir mæta í næsta grillpartí með þetta á teinunum.

Þetta stórskemmtilega kjúklingastatíf er formað eins og mótorhjól, þar sem kjúklingurinn situr ofan á eins og mannvera með sólgleraugu – já, með statífinu fylgja sólgleraugu til að smella á kjúklinginn, minna má það ekki vera. Þeir sem vilja kynna sér vöruna nánar, geta nálgast hana HÉR fyrir litlar 2.500 krónur. Það eina sem þú þarft þetta sumarið er þessi græja, kjúklingur, bjórdós og góðir vinir í mat.

Mbl.is/bandboygg
Mbl.is/bandboygg
Mbl.is/bandboygg
mbl.is