Svona er best að þvo gallabuxur

Við vitum að það telst ekki ráðlegt að þvo gallabuxurnar okkar of oft, þar sem liturinn fölnar og efnið slitnar. En þá eru þetta öll trixin í bókinni þegar þú þarft að fríska upp á brækurnar.

  • Þú getur frískað upp á gallabuxurnar með því að hengja þær út á snúru í ferskt loft – það er einföld og áhrifarík aðferð.
  • Liturinn á gallaefninu er eins og þunnt lag á yfirborði trefjanna í efninu. Þegar við þvoum buxurnar í þvottavél fölnar yfirborðið og eftir verða hvítu trefjarnar undir og þar af leiðandi byrja buxurnar að slitna.
  • Til að viðhalda litnum á buxunum skaltu þvo þær sem minnst – og þegar þú þværð þær skaltu gera það eins varlega og mögulegt er. Ekki nota meira þvottaefni en nauðsyn krefur og þvoðu buxurnar á lágu hitastigi. Snúðu buxunum á rönguna og notaðu helst þvottaprógramm fyrir gallaefni, sé slíkt í boði á þvottavélinni. Þá þvær vélin þær með réttu magni af vatni, hitastigi og á mildum snúningi.
  • Ef gallabuxurnar eru orðnar of lausar getur stuttur tími í þurrkaranum komið þeim aftur í rétt form án þess að þurfa snúning í þvottavélinni.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is