Kokteillinn sem kemur með sumarið

Ljósmynd/Limoncello.is

Þessi drykkur er einn sá mest spennandi sem við höfum séð lengi en í hann er notað bæði freyðivín og Limoncello sem að okkar viti er frábær blanda.

Við sögðum frá því á dögunum að nú væri hægt að fá íslenskt lífrænt hágæða-Limoncello og það gefur augaleið að það er vert að prófa það í þessum kokteil.

Kokteillinn sem kemur með sumarið

  • 30 ml Limoncello Atlantico

  • 60 ml Thomas Henry Bitter Lemon (eða einhver sítrónugosdrykkur)

  • 100 ml Prosecco

  • ísmolar

  • mynta

  • sítrónuseniðar

Aðferð

  1. Blandið saman Limoncello og sítrónugosi í glas og fyllið svo upp með Prosecco

  2. Bætið við klaka og hrærið varlega

  3. Skreytið með myntu og sítrónusneiðum og berið fram

mbl.is