Kjötið sem setti allt á hliðina aftur fáanlegt

mbl.is/TheKitch

Það fór allt á hliðina síðasta sumar þegar Hagkaup bauð upp á sérvalið nautakjöt af  íslensku Galloway- og Limousin-kyni í verslunum sínum frá Bessa og fjölskyldu á Hofsstaðaseli. „Nú geta viðskiptavinir glaðst á nýjan leik því um helgina munum við endurtaka leikinn,“ segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups.

Bessi bóndi hóf þetta ferli fyrir um áratug þegar hann keypti holdakýr með því markmiði að bjóða upp á nautakjöt sem væri betra en við höfum vanist hingað til. Þetta er langhlaup og kjötið mun koma í litlum skömmtum inn á markaðinn fyrstu árin. Bessi leggur mikla áherslu á sjálfbærni í ræktun sinni, og því ganga gripirnir fyrstu mánuðina úti á beit með mæðrum sínum og eru svo aldir upp á heimaræktuðu grasi, korni og vatni, sem er lykillinn að miklum gæðum.

„Við vorum að fá í hús sendingu af þessu eðalkjöti, en það hefur fengið að meyrna við kjöraðstæður síðustu þrjár vikur. Eins og áður eru þessir gripir ólíkir því sem neytendur eiga að venjast, en þeir eru talsvert stærri en hefðbundin íslensk naut og sem dæmi þá vegur lundin u.þ.b. 2,2 kg. Í boði verða ribeye, lundir og file. Þá má ekki gleyma að allt hakk og smash style-hamborgarar verður framleitt úr þessu eðalhráefni, aðeins þessa helgi. Það er því sannkölluð nautaveisla fram undan, allt klárt á grillið og ekki eftir neinu að bíða,“ segir Sigurður að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert