Hagnýtasta húsráðið til þessa

Það borgar sig að þrífa skurðarbrettin vel til að bakteríur …
Það borgar sig að þrífa skurðarbrettin vel til að bakteríur nái ekki að fótfesta sig. Mbl.is/bobvila.com

Kannastu við að skurðarbrettin eru haugaskítug þrátt fyrir snúning í uppþvottavélinni. Við þurfum nefnilega að þrífa þau mun betur en við höldum. Hér er aðferð sem hjálpar okkur í þessum efnum og brettin verða eins og ný.

Svona djúphreinsar þú skurðarbretti (hér er átt við plastbretti)

  • Stráðu natron yfir skurðarbrettið og dreifðu vel úr því.
  • Kreistið hálfa sítrónu yfir brettið og notið síðan sítrónuna sjálfa til að nudda brettið.
  • Úðið ediki yfir og skrúbbið með grófum svampi.
  • Skolið undir heitu vatni og brettið verður eins og nýtt.
mbl.is