Spegillinn hefur aldrei verið svona flottur

Það getur reynst erfitt að halda baðherbergisspeglunum hreinum.
Það getur reynst erfitt að halda baðherbergisspeglunum hreinum. Mbl.is/AYTM

Besta þrifráð fyrir baðherbergisspegilinn er nákvæmlega þetta hér! Leitið ekki lengra – því þú munt eingöngu nota þessa aðferð eftir að hafa prófað.

Það getur verið pirrandi að þrífa spegla og gler, því þegar spegillinn þornar eftir langa og góða sturtu sitja eftir rákir og blettir. Hér er ódýru sjampói sprautað á rakan klút sem þú notar til að maka á spegilinn. Þegar spegillinn er orðinn þakinn sápuvatni skaltu skafa niður spegilinn og hann verður glitrandi og rákalaus. Sömu aðferð má nota á handklæðaofninn, og ef ofninn er vel heitur, þá mun ilmurinn af sjampóinu fylla herbergið af yndislegri lykt.

Mbl.is/Malsabena_TikTok
mbl.is