Hversdagsmaturinn sem hittir alltaf í mark

Ljósmynd/María Gomez

Þeir sem ekki hafa smakkað þennan rétt eiga gott í vændum því steikt grjón með kjúklingi og eggi er mögulega eitt það allra besta sem hægt er að gæða sér á.

Sérlega einföld uppskrift og ef þið viljið einfalda hana enn meira er hægt að nota tilbúna kjúklingastrimla frá Ali sem eru kryddaðir með salt og pipar. Hafa þeir sparað mörgum ansi hreint mikinn tíma.

Það er meistari María Gomez á Paz.is sem á þessa uppskrift sem er algjörlega upp á tíu!

Steikt grjón með kjúkling og eggi Kínastæl

Hráefni

  • 400 gr ósoðin Jasmín grjón frá River
  • 850 ml vatn 
  • salt 
  • 6 vorlaukar 
  • 4 egg 
  • 2 msk. sojasósa 
  • 1 msk. ostrusósa 
  • 1 msk. sesamolía
  • 2 msk. ólífuolía 
  • 2 kjúklingabringur 
  • salt og pipar 
  • sesamfræ 

Aðferð

  1. Byrjið á að sjóða 400 gr grjón í 850 ml af vatni og saltið vel. Ef þið eigið til köld tilbúin grjón þá notið þið 4 bolla af þeim eða 750 gr 
  2. Skerið niður vorlaukinn á ská og hafið líka græna partinn uppi með 
  3. Brjótið eggin í skál og pískið þau saman og setjið til hliðar
  4. Skerið næst bringurnar í smáa bita og hitið ólífuolíuna á pönnu 
  5. Steikið bringurnar upp úr olíunni og saltið og piprið 
  6. Þegar bringurnar eru til takið þær af og leggið til hliðar 
  7. Setjið sesamolíu á pönnuna án þess að þvo á milli og hellið svo egginu út í hana og hrærið í þeim á pönnuni 
  8. Þegar eggin eru hálftilbúin bætið þá grjónunum saman við á pönnuna og hrærið vel saman
  9. Setjið svo soja og ostursósuna út á ásamt bringunum og vorlauknum og hrærið vel saman og hitið bara í smástund þá er rétturinn tilbúin
  10. Þegar rétturinn er til er gott að setja sesamfræ út á og klippa efsta lagið af vorlauk niður og dreifa yfir 

Punktar

Mikilvægt er að nota ekki heit nýsoðin grjón í réttinn, best er að nota afgangsgrjón eða sjóða ný og láta þau þá kólna áður en þau eru steikt.

Ljósmynd/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert