Svona er mataræði Britney Spears

Poppsöngkonan Britney Spears hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarið.
Poppsöngkonan Britney Spears hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarið. mbl.is/AFP

Poppstjarnan fræga deildi því á Instagram að hún sé meðvituð um næringu sína og reyni að halda í við kærastann sinn, einkaþjálfarann Sam Asghari.

Britney Spears reynir að halda í við kærastann sinn með því að hlaupa mikið og borða hollan mat – en umfram allt að vera meðvituð um það sem hún lætur ofan í sig. Nema þegar hún svindlar á mataræðinu, eins og hefur margoft gerst að hennar sögn. Maturinn bragðast nefnilega betur þegar maður leyfir bragðlaukunum að gæla við matinn og velta áferðinni og bragðefnunum fyrir sér.

Britney talar einnig um að hún sé ánægð með að grennast, en að sama skapi finnst henni hún þurfa að styrkja sig meira og byrjaði að æfa box. Það hefur gefið henni aukið sjálfstraust og vellíðan að finna fyrir vöðvunum líka. En bætir því við að hún sé afar líkleg til að falla aftur í gryfjuna með ruslfæði og sætindi – og þar erum við sannarlega ekki til að dæma.Poppdívan hefur ákveðið að snúa blaðinu við varðandi mat og …
Poppdívan hefur ákveðið að snúa blaðinu við varðandi mat og drykk. Mbl.is/Instagram_Britney Spears
mbl.is