Leyndarmálið að vel lyktandi heimili

mbl.is/marthastewart.com

Hér er á ferðinni húsráð sem snyrtipinnar sem almennt vilja hafa hreint í kringum sig, verða að kunna.

Númer eitt
Settu ilmkjarnaolíudropa í nokkra bómullarhnoðra og geymdu á botninum á ruslafötunni inn á baðherbergi – útkoman segir sig sjálf, eða góður ilmur í hvert sinn sem þú opnar tunnuna og hendir rusli. 

Númer tvö
Settu klósetthreinsi í botninn á glasinu eða ílátinu sem geymir klósettburstann þinn. Þannig helst burstinn alltaf vellyktandi.

Númer þrjú
Setjið ilmkjarnaolíudropa inn í klósettrúlluna, eða á brúnu rúlluna sem heldur pappírnum saman. Þannig dreifirðu góðri angan í hvert sinn sem þú togar í rúlluna.

mbl.is