Ris a la mande með Aperol

Jóladesert Aperol unnandans.
Jóladesert Aperol unnandans. Mbl.is/Martin Dyrløv

Hér bjóðum við ykkur upp á vinsælasta jóladesertinn í sannkölluðum hátíðarbúning með appelsínusósu og aperol.

Ris a la mande með Aperol

 • 1 vanillustöng
 • 3 msk. sykur
 • 200 g grjón
 • ¼ lítri vatn
 • 1 lítri mjólk
 • ½ tsk. salt
 • ½ - 1 sítróna
 • 4 dl rjómi
 • 100 g möndlur

Sósa:

 • 5-6 appelsínur
 • 1 vanillustöng
 • 4 msk. sykur
 • 1-2 msk. maíissterkja
 • 100 g hafþyrni
 • ½ - 1 dl Aperol

Aðferð:

 1. Skrapið kornin úr vanillustönginni og maukið þau saman við sykurinn.
 2. Sjóðið grjónin í ¼ lítra af vatni. Hrærið og bætið vanillustönginni saman við, ásamt mjólk og salti. Leyfið suðunni að koma upp og lækkið þá undir hitanum. Látið malla á lágum hita í 35 mínútur.
 3. Takið vanillustöngina upp úr og hrærið vanillusykrinum og röspuðum sítrónuberki saman við. Hellið því næst grautnum í skál til að kólna og inn í ísskáp.
 4. Leggið möndlurnar í skál og hellið sjóðandi heitu vatni yfir og látið standa í 5 mínútur. Takið þá hýðið utan af möndlunum. Takið eina möndlu til hliðar en saxið restina gróflega.
 5. Þeytið rjómann og veltið varlega upp úr grautnum.
 6. Setjið möndlurnar saman við desertinn og setjið í skálar. Munið að stinga einni möndlu í eina skálina. Setjið í kæli.
 7. Sósa: Pressið safann úr 3 appelsínum og setjið í pott. Skrapið kornin úr vanillustönginni og maukið saman við sykurinn. Hrærið saman við appelsínusafann og setjið vanillustöngina einnig út í pottinn – látið sjóða í 5 mínútur.
 8. Síið safann og bætið maíissterkju (hrærð út í kalt vatn), saman við. Bætið hafþyrni út í og sjóðið áfram í augnablik. Takið pottinn af hellunni og bætið Aperol saman við. Berið sósuna fram með eftirréttinum, annað hvort heita eða kalda.

Uppskrift: Alt.dk

mbl.is