Ómótstæðilegar smákökur með pekanhnetum og karamellukurli

Kristinn Magnússon

„Smákökur gerast ekki einfaldari en þessar. Þessar eru hugsaðar fyrir mömmuna sem á mörg börn, stórt heimili, vinnur langa vinnudaga og hefur lítinn sem engan tíma til að standa í eldhúsinu í marga klukkutíma og baka en vill samt hafa gómsætar smákökur á boðstólum fyrir sig og sína,“ segir Elenóra Rós um þessar undurfögru kökur sem smakkast eins og sólin.

„Þessar eru einnig ótrúlega hentugar til að gera með börnunum sem hafa litla þolinmæði en langar samt að baka því þær taka í alvöru enga stund. Þetta eru einfaldar kökur sem ég skal lofa ykkur að fara frábærlega með heitu kakói með nóg af rjóma.“

Upp­skrift­ina er að finna í Hátíðarmat­ar­blaði mbl og inni­held­ur fjöld­ann all­an af geggjuðum smá­köku upp­skrift­um.

Ómótstæðilegar smákökur með pekanhnetum og karamellukurli
  • 500 g súkkulaðibitakökudeig frá Hagkaup
  • 100 g pekanhnetur
  • 150 g karamellukurl frá Nóa-Síríusi

Aðferð:

  1. Forhitið ofninn í 170°C.
  2. Saxið pekanhneturnar.
  3. Setjið deigið í hrærivélarskál og bætið pekanhnetunum og karamellukurlinu saman við og hnoðið þessu saman þar til allt er komið vel saman og deigið er orðið fínt.
  4. Skiptið deiginu þá í 30-40 jafnstórar kúlur.
  5. Setjið á pappírsklædda bökunarplötu.
  6. Bakið í 8-10 mínútur.
Kristinn Magnússon
Elenóra Rós.
Elenóra Rós. Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert