Stórsniðugar gjafir fyrir matgæðinga

Mbl.is/Akkúrat

Við fengum fregnir af svokölluðum sælkeraboxum sem verslunin Akkúrat er að bjóða upp á fyrir jólin – en boxin njóta mikillar vinsælda og það ekki að ástæðulausu, því þau eru stórskemmtileg og leysa margan vanda við að velja gjöf fyrir jólin. 

Sælkeraboxin eru skemmtileg fyrir alla þá sem hafa gaman af mat, eldamennsku eða að grilla. En hér um ræðir gjöf sem hægt er að njóta í orðsins fyllstu merkingu. Boxin eru sett upp sem hugmyndir fyrir fólk, en einnig er hægt að kaupa allar vörurnar stakar og búa til sitt eigið box og þá jafnvel lauma gjafabréfi með á veitingastað.

Það er ýmislegt sem leynist í boxunum, eða freyðivín, glös, bækur, pasta og jafnvel pestó. Það sem hefur þó staðið upp úr að sögn Akkúrat, eru litlu stálpönnurnar sem henta einstaklega vel undir ostinn, tapasrétti eða aðra smárétti.

Sælkeraboxin má skoða nánar HÉR.

Mbl.is/Akkúrat
Mbl.is/Akkúrat
Mbl.is/Akkúrat
Mbl.is/Akkúrat
Mbl.is/Akkúrat
Mbl.is/Akkúrat
Mbl.is/Akkúrat
Mbl.is/Akkúrat
Mbl.is/Akkúrat
Mbl.is/Akkúrat
Mbl.is/Akkúrat
mbl.is