Leyndarmálið að baki fallegri húð Lindu Ben.

Ljósmynd/Íris Dögg Sigurðardóttir

Áhrifavaldurinn og eldhúsgyðjan Linda Ben. hugsar afar vel um heilsuna og hér galdrar hún fram smoothie sem hún segir að sé algjör undradrykkur. Linda setur kollagen út í drykkinn frá íslenska frumkvöðlafyrirtækinu Feel Iceland en vörur frá þeim hafa notið mikilla vinsælda og þykja afar vandaðar.  

„Bláber og jarðarber eru full af c-vítamínum og andoxunarefnum, banani er ríkur að góðum steinefnum, graskersfræ eru rík að sinki sem er gott fyrir húðina, hörfræ eru rík að omega 3 sem nærir húðina að innan, hnetusmjörið gefur góða fitu og hafrar eru ríkir að lífsnauðsynlegum vítamínum. Síðast en ekki síst inniheldur þessi smoothie kollagen. Kollagen er eitt aðaluppbyggingarprótein líkamans og er að finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum. Einnig er kollagen mjög stór partur af húð, hári og nöglum. Með því að taka inn kollagen aukast líkurnar á því að líkaminn framleiði það í meira magni en framleiðsla kollagens minnkar með aldrinum.

Persónulega finn ég mikinn mun á styrk húðarinnar eftir að ég fór að taka inn kollagenið frá Feel Iceland, einnig tek ég eftir að hárið vex mun hraðar.“

Berja-kollagen-smoothie

  • 1½ dl frosin bláber
  • 1½ dl frosin jarðarber
  • 1 banani
  • 3 msk. hafrar
  • ½ msk. graskersfræ
  • ½ msk. hörfræ
  • 1 msk. hnetusmjör
  • 2 skeiðar Feel Iceland-kollagen
  • 400 ml vatn

Aðferð:

Setjið öll innihaldsefnin í blandara þar til orðið að drykk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert