Flatey kynnir eitt mest spennandi hráefni landsins

Ljósmynd/Aðsend

Við hér á matarvef mbl höfum ekki farið í grafgötur með hrifningu okkar á alvöru wasabi sem er allt annað en það sem fólk kaupir út í búð eða fær á flestum veitingastöðum.

Alvöru wasabi er hráefni sem er í algjörum sérflokki og hér á landi er starfrækt hátækni gróðurhús sem ræktar wasabi undir merkjum Nordic Wasabi.

Og nú hafa snillingarnir í Flatey kynnt til leiks nýja úrfærslu á "dúói" mánaðarins hjá sér og hefja nú samstarf við íslenska frumkvöðla og fólk sem er að gera fáránlega sniðuga hluti þegar kemur að mat. Fyrsta samstarf ársins er við Nordic Wasabi og því fá íslenskir pítsuaðdáendur tækifæri til að smakka eitthvað algjörlega nýtt sem kemur til með að rugla verulega í bragðlaukunum og opna nýjar víddir í matargerð.

Tvær pítsur eru í boði – annars vegar pepperoni og heimagerður wasabi rjómaostur sem inniheldur ekki annað en ferskt wasabi, fersk wasabi lauf og mascarpone rjómaost. Útkoman er bragðmikil pepperoni pítsa sem er ólík nokkru öðru.

Seinni pítsan er vegan pítsa sem bragð er af: Avókadó- og wasabisósa í stað tómatsósu, ferskir kirsuberjatómatar, soja marineraðir sveppir, wasabi lauf og kasjúhnetur. Um er að ræða einhverja bestu vegan pítsu sem smakknefndin hafði bragðað á!

Óli Hall, Ragnar Atli og Tanja Stefanía frá Nordic Wasabi …
Óli Hall, Ragnar Atli og Tanja Stefanía frá Nordic Wasabi hér með þeim Hauki Má og Bryjari á Flatey. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is