Hlutir sem sniðugt er að þvo í uppþvottavél

Þetta er mögulega það fyndnasta sem við höfum heyrt lengi en engu að síður teljum við afar líklegt að þetta eigi við rök að styðjast í raunverkuleikanum: Samkvæmt húsráði nokkru er best að þvo derhúfur í uppþvottavél.

Ástæðan er sögð sú að í hefðbundnum þvottavélum kuðlast húfurnar og fara illa en í uppþvottavélinni eru þær kyrrar á sínum stað.

Eina sem okkur dettur í hug að bæta við þetta er að kannski ætti að sleppa gljáanum meðan húfurnar eru þvegnar.

Annars erum við bara spennt að prófa ...

mbl.is