Bakteríur leynast víðar en okkur grunar

Colourbox

Fyrirtækið Lenstore, fór í samstarf við nokkra sérfróða örverufræðinga og létu rannsaka yfirborð koddavera, síma, klósetta og förðunarbursta sem notaðir eru daglega. Og niðurstöðurnar eru sláandi.

Bakteríur undir nöglunum komu þó verst út, eða yfir 50 þúsund mismunandi gerða voru þar að finna. Klósettsetan var í öðru sæti með 2.856 bakteríur á sveimi, á meðan förðunarburstinn hampaði fjórða sæti með 1.176 bakteríustofna. Það þykir kannski ekki svo mikið miðað við annað hér að ofan, en þetta er jú bursti sem við nuddum framan í okkur daglega og óhreinir burstar geta valdið ertingu á húð og stíflað svitaholur. The American Academy of Dermatology mælir með því að þvo burstana á sjö til tíu daga fresti, jafnvel þó að þú hafir notað þá bara einu sinni.

Það finnast ótal bakteríur í förðunarburstanum.
Það finnast ótal bakteríur í förðunarburstanum. Mbl.is/Getty Images
mbl.is