Þrjú atriði sem gjörbreyta eldhúsinu

Mest notaða rýmið á heimilinu er eflaust eldhúsið.
Mest notaða rýmið á heimilinu er eflaust eldhúsið. mbl.is/Jennifer Berg

Þar sem við vitum fátt skemmtilegra en að auðvelda ykkur lífið þá höfum við tekið hér saman þau þrjú atriði sem nauðsynlegt er að hafa á bak við eyrun ef verið er að hanna eldhús eða taka í gegn. 

Númer eitt:
Sjáðu til þess að þú sért með svæði þar sem vaskur, ruslafata og uppþvottavél eru svo til á sama svæðinu. Það auðveldar allt í þrifum, og ekki verra ef þú nærð ágætis borðplássi hjá vaskinum til að athafna þig á.

Númer tvö:
Ef pláss leyfir, hugaðu þá að geymslurými fyrir stærri eldhúsgræjur, bækur og jafnvel matarbúr – til að fela lítið notaðar græjur, á meðan eldamennskunni stendur.

Númer þrjú:
Gluggar í eldhúsrýmum eru ómetanlegir. Með glugga í rýminu, nærðu að stækka eldhúsið til muna með því að draga náttúrulegu birtuna inn í hús.

View this post on Instagram

A post shared by Matur á MBL (@matur.a.mbl)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert