Nýjasta æðið hjá þeim sem eiga air-fryer

Súkkulaði croissant í air-fryer er nýjasta æðið.
Súkkulaði croissant í air-fryer er nýjasta æðið. Mbl.is/@boredoflunch

Það er komið alveg nýtt „æði“ hjá þeim sem eiga air-fryer, eða loftsteikingartækin vinsælu sem við höfum svo oft rætt hér á vefnum. En í þetta sinn er verið að matreiða súkkulaðiegg og smjördeigshorn á einu bretti.

Páskarnir eru á næsta leiti og þá er ekki úr vegi en að kynna sér það nýjasta fyrir þá stórhátíðina. En eitt af því sem við rákumst á á veraldarvefnum, er að búa til svokölluð croissant með súkkulaðifyllingu í air-fryer græju.

  • Takið smjördeig og skerið niður í horn.
  • Setjið súkkulaðiegg með mjúkri fyllingu inn í deigið og rúllið upp.
  • Setjið deigið í air-fryer og stillið á 170° í 8 mínútur.
  • Njótið!

Fyrir myndband, má sjá nánar HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka