Sex góð skipulagsráð inn á baðherbergi

Er gott skipulag inn á þínu baðherbergi?
Er gott skipulag inn á þínu baðherbergi? Mbl.is/Pinterest_wallpaper.com

Það er ómissandi að kunna góð ráð til að auka á skipulagið. Stundum þurfum við líka spark í rassinn til að koma hlutunum í verk – og hér er listi sem má fara eftir er kemur að baðherbergisskápunum.  

Númer eitt
Byrjaðu á að horfa í kringum þig, er eitthvað sem truflar augað? Ef þú ert með opið geymslurými, er spurning um að skipta því út fyrir eitthvað annað sem þú getur lokað af. Sumt á heima bak við lokaðar dyr á meðan annað er tilvalið til að standa frammi – t.d. falleg ilmvatnsglös og þess háttar.

Númer tvö
Taktu hlutina sem þú notar mest í daglegu lífi og settu til hliðar.

Númer þrjú
Taktu því næst allt úr skápum og skúffum til að hafa betri yfirsýn hvað þar er að finna, og taktu frá það sem má henda eða er jafnvel runnið út á dagsetningu. Þá gömul lyf, naglalökk ofl.

Númer fjögur
Skoðaðu ilmvötnin þín og rakspíra – ef þú átt fleiri en eitt, veldu þá það sem þú notar mest. Ilmvötn geta líka runnið út á dagsetningu. Flokkaðu þau í „að gefa, geyma eða henda“. Taktu líka stöðuna á handklæðunum, eru þau orðin slitin og lúin?

Númer fimm
Raðaðu aftur inn í skápinn með góðu skipulagi sem veitir yfirsýn. Það sem þú notar daglega ætti að standa fremst í skápnum á meðan annað raðast ofar eða aftar. Hér er líka tilvalið að raða í skipulagsbox til að auka á skipulagið.

Númer sex
Mundu svo að henda því sem þú tókst til hliðar eða gefðu áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert