Kakan sem Hanna fékk hjá frænku sinni

Ljósmynd/Hanna

„Þessa köku fékk ég oft hjá frænku minni. Hún hafði hana á boðstólnum þegar hún var með margmennar veislur og þá bara með rjóma á milli. Stundum gerði hún kökuna aðeins meira fullorðins og setti þá niðurskorin epli í rjómann. Fyrir lakkrísfólkið má bæta kúlusúkki við rjómann og líka búa til kúlusúkkkrem ofan á,“ segir matarbloggarinn og keramikdrottninginn Hanna um þessa köku sem er sáraeinföld og agalega góð!

Einföld Rice Krispies–terta

Botnar

  • 4 eggjahvítur
  • 2 dl sykur
  • 1 dl púðursykur
  • 5 dl Rice Krispies
  • Fylling
  • 2½ dl rjómi
  • Epli
  • Kúlusúkk eða kúlumarispan

Verklýsing

  1. Ofn stilltur á 145°C (blásturstilling)
  2. Eggjahvítur þeyttar með 1 dl af sykri
  3. Afgangi af sykri bætt við (jafnt og þétt) ásamt púðursykrinum – þeytt
  4. Rice Krispies blandað varlega saman við með sleikju 2 botnar (24 cm) mótaðir á smjörpappír
  5. Bakað í 50 – 60 mínútur

Fylling: Rjómi þeyttur og settur á milli. Ef epli eða kúlusúkk fá að fljóta með er eplið skorið niður í litla bita og kúlusúkkið skorið í bita … blandað saman og sett á milli botnanna

Þeir sem vilja gera kökuna meira djúsi geta brætt saman kúlusúkk og vatn og hellt því yfir kökuna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert