Snallasta leiðin til að þrífa niðurfallið

Uppþvottavélatöflur koma að góðum notum við þrif á niðurfallinu í …
Uppþvottavélatöflur koma að góðum notum við þrif á niðurfallinu í eldhúsvaskinum. mbl.is/

Niðurfallið í eldhúsvaskinum er án efa yfirfullt af alls kyns óhreininum sem við kærum okkur ekki um – því þá getur vaskurinn byrjað að lykta og þá eru góð ráð dýr. Hér er einfaldasta leiðin til að þrífa niðurfallið.

Hinar margrómuðu uppþvottavélatöflur koma hér enn og aftur til sögu. En þær þjóna margvíslegum tilgangi, þá ekki bara í uppþvottavélinni. Til að hreinsa niðurfallið í eldhúsvaskinum á fljótlegasta máta er gott að leggja eina töfllu í vaskinn hjá niðurfallinu og hella sjóðandi heitu vatni yfir þannig að taflan leysist upp. Hún mun hreinsa og taka alla súra lykt.

mbl.is/TikTok
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert