Vinsæli fjölskyldurétturinn hennar Helenu

Ljósmynd/Helena Gunnars

Þessi einfaldi en ljúffengi réttur hefur verið vinsæll í fjölskyldunni í mörg ár og eldaður jafnt sumar sem vetur. Best finnst mér að grilla hann en ef ekkert er grillið má vel stinga honum í ofn. Einstaklega fljótlegur og gríðarlega gómsætur.

Grillaður fiskréttur með Dala salatosti

4 skammtar

 • 850 g fiskur, t.d. þorskur
 • 2 stk. laukur
 • 1 poki spínat
 • 1 1⁄2 askja kirsuberjatómatar
 • 1 stk. sítróna, skorin í sneiðar
 • 1 krukka Dala salatostur í kryddolíu
 • sítrónupipar

Aðferð:

 1. Skerið fiskinn í bita, laukinn í þunnar sneiðar og kirsuberjatómatana í tvennt.
 2. Setjið 2 msk. af kryddolíunni af salatostinum neðst í fat eða á álbakka sem má fara á grill, dreifið úr lauknum og setjið svo spínatið yfir.
 3. Leggið fiskinn í bitum yfir spínatið og kryddið vel yfir allt með sítrónupipar.
 4. Dreifið tómötunum í kringum fiskbitana, leggið eina sítrónusneið ofan á hvern fiskbita og hellið að lokum úr allri Dala salatostakrukkunni yfir allt saman.
 5. Kryddið aðeins yfir aftur með sítrónupipar.
 6. Eldið á meðalheitu grilli (180-200 gráður) í 12-15 mínútur með lokið á, eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir

mbl.is