Geggjað útieldhús í Kelduhverfi

mbl.is/Mynd aðsend

Guðni Bragason og fjölskylda smíðuðu æðislegt útieldhús sem þjónar ómældum samverustundum allan ársins hring. Hér er ekki bara eldhús að finna, því húsið geymir einnig sturtuaðstöðu sem þykir ómissandi.

Guðni segir í samtali að stórfjölskyldan eigi reit í landi að Sultum í Kelduhverfi en hafa ekki getað nýtt sem skildi - þau ákváðu því að fara út í þessar framkvæmdir til að nýta landsvæðið. „Hugmyndin að ráðast í þetta verkefni, kviknaði sumarið 2020 og hófumst við svo handa síðastliðið sumar”, segir Guðni og bætir við; „Fyrirmyndin að eldhúsinu var svo sum engin, þetta varð til í hausnum á mér og við vorum ekki með neinar teikningar í höndunum - en fengum ráðleggingar og hjálp frá góðum vinum”, segir Guðni.

Guðni og fjölskylda smíðuðu glæsilega eldhúsaðstöðu í sveitinni.
Guðni og fjölskylda smíðuðu glæsilega eldhúsaðstöðu í sveitinni. mbl.is/Mynd aðsend

Fengu áferðina á viðinn með því að brenna hann
„Efniviðurinn sem við notuðum hér, er hefðbundinn fyrir utan klæðningarnar að utan og inni á baðherberginu. Þar klæddum við veggi með harðparketi og bárujárni og nýttum afganga í loftið, þá timbur og bárujárn. Að utan vildum við hafa þetta að mestu viðhaldsfrítt og klæddum húsið með euro brettum sem við rifum niður, brenndum viðinn og bárum síðan á með glæru lakki með smá hvítu út í. Þerruðum því svo létt yfir með tusku og útkoman varð bara ansi flott! Eins er innréttingin smíðuð úr brettum og bekkplatan er úr viroc efni”, segir Guðni.

Guðni segir þau fjölskylduna vera afar ánægð með útkomuna og notið þess til hins ítrasta að eyða þar góðum stundum. „Það er frábært að hafa þetta allt á staðnum - grill, pítsaofn, uppvöskunar aðstöðu og tala nú ekki um að komast í heita sturtu”, segir Guðni. „Sultar landið er einstakt og njótum við þess að vera þar – þetta er okkar paradís. Hér hefur t.d. verið haldinn Sultar markaður sem hefur mælst vel fyrir og frábært hvað fólk er duglegt að mæta. Þann 20. ágúst n.k verður einmitt haldinn markaður og hvetjum við fólk til að koma og fá sér kaffi, kaupa handverk og skoða sig um”, segir Guðni að lokum.

mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert