Þetta er rétta hitastigið fyrir þvottinn þinn

Hvernig er best að þvo flíkur? Svarið er hér!
Hvernig er best að þvo flíkur? Svarið er hér! mbl.is/Shutterstock

Við hvaða hita er best að þvo þvott? Þessari spurningu er oft velt upp á borð í þvottahúsum á hverju heimili, því oftar en ekki erum við að þvo flíkurnar okkar við óþarflega háan hita. 

15-20 gráður
Stuttermabolir, skyrtur, buxur og föt sem þú almennt myndir þvo á hitanum 30-40 gráður. Nema ef flíkin er þess skítug að hún krefst hærra hitastigs. 

30-40 gráður
Hversu skítug er flíkin? Hér er gott að venja sig á 30 gráðurnar, nema að fötin séu óhrein. 

60 gráður
Sængurver, handklæði, nærföt og annar fatnaður sem gæti borið með sér bakteríur eða mikið af ryki. 

90 gráður
Við 90 gráður er gott að þvo tuskur og fatnað sem hefur verið í notkun í veikindum, t.d. ælupest eða niðurgangi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert