Kvöldmaturinn sem krakkarnir elska

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér er á ferðinni geggjaður kvöldmatur sem er gríðarlega vinsæll á mörgum heimilum. Við erum að tala um vasaútgáfu af taco sem kallast taquitos og hér eru þær bornar fram í sérstökum taco vösum frá Old El Paso.

Í grunninn er hér á ferðinni fáránlega einfaldur kvöldverður sem allir elska – þá ekki síst krakkarnir. Það var meistari Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn að þessari tímamóta snilld og geri aðrir betur.

Taquitos í vasa

Uppskrift fyrir um 4 manns

Taquitos uppskrift

 • 8-10 stk. vefjuvasar frá Old El Paso
 • Um 600 g eldað kjúklingakjöt (rifið niður)
 • 2 msk. Taco krydd frá Old El Paso
 • 150 g rjómaostur
 • 70 g sýrður rjómi
 • 100 g Old El Paso salsasósa (medium)
 • 150 g rifinn ostur
 • ½ lime (safinn)
 • 3 msk. kóríander
 • 1 tsk. hvítlauksduft
 • 1 tsk. salt
 • ½ tsk. chilliduft
 • Ólífuolía til penslunar

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Hrærið öllu saman í skál nema vefjuvösunum sjálfum og ólífuolíunni.
 3. Skiptið blöndunni niður í vasana, raðið í ofnskúffu, penslið aðeins með olíu og bakið í um 15 mínútur eða þar til þeir fara að gyllast og osturinn bráðnar.
 4. Berið fram með guacamole (uppskrift hér að neðan), Nacos flögum, sýrðum rjóma og Old El Paso salsa sósu.

Einfalt guacamole uppskrift

 • 2 x stór avókadó
 • 1 stór tómatur
 • 1 msk. lime
 • 1 tsk. salt
 • 1 tsk. hvítlauksduft
 • ½ tsk. pipar

Aðferð:

 1. Stappið avókadó og setjið í skál.
 2. Hreinsið steina + vökva innan úr tómatnum og skerið smátt niður.
 3. Blandið næst öllu saman í skál og njótið með Old El Paso nachosflögum.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert