Yesmine Olsson opnar spennandi veitingastað

Yesmine Olsson.
Yesmine Olsson. Ásdís Ásgeirsdóttir

Yesmine Olsson er enginn nýgræðingur þegar kemur að mat, en hún opnaði í Pósthúsinu veitingastaðinn Funky Bhangra, og útskýrir að Bhangra sé tegund af dansi þar sem dansarar eru skrautlega klæddir.

„Ég hef verið mikið að vinna með Bollywood-dansa þannig að ég ákvað að nota orðið Bhangra í nafn staðar- ins,“ segir Yesmine og segir matinn vera undir áhrifum frá mörgum löndum.

„Þetta er ekki ekta indverskt heldur undir áhrifum frá mínum bakgrunni,“ segir Yesmine, en hún er frá Sri Lanka og alin upp í Svíþjóð.

„Þannig að maturinn er í raun blanda frá Sri Lanka, Svíþjóð, Indlandi og Íslandi. Þetta er léttari matur en dæmi- gerður indverskur matur og ég myndi segja að við förum hér í ferðalag. Þetta passar allt skemmtilega saman og er ný upplifun. Ég er mjög bjartsýn og jafnvel þó það séu margar mathallir í borginni, eru þær allar mjög ólíkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert