Svona nærðu eldhúsvaskinum tandurhreinum

Heitustu þrifráðin eru hér á matarvefnum.
Heitustu þrifráðin eru hér á matarvefnum. mbl.is/Getty Images

Jólahreingerning fer víða fram þessa dagana og þá má ekki láta þetta atriði fram hjá sér fara - því eldhúsvaskurinn mun þakka þér fyrir. 

Við höfum farið um víðan völl er við kynnum heitustu húsráðin til leiks hér á matarvefnum, og þar er eldhúsvaskurinn á meðal. En það er langt um huggulegra ef við náum að hafa vaskinn hreinan og flottan yfir jólin, því enginn eða ekkert má vera skilið eftir þetta árið. Það hafa sprottið upp margar aðferðir varðandi slík þrif, þá bæði með tannkremi og tómatsósu svo eitthvað sé nefnt. En við látum þessa aðferð hér duga okkur í bili. 

Til þess að ná vaskinum tandurhreinum á einfaldan máta er ráð að skera sítrónu til helminga - hellið því næst uppþvottalögi yfir 'sárið' og nuddið óhreinindin í vaskinum bak og burt. Skolið vel á eftir og þurrkið yfir með mjúkum örtrefjaklút. 

Hér fyrir neðan má finna fleiri skotheld sem auðvelda jólahreingerninguna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert