Svona losnar þú við fitubletti úr fötum

mbl.is/Getty

Það getur alltaf komið upp að við sullum á okkur sósu sem skilur eftir sig blett, og sama hvað við hendum flíkinni oft í þvott þá er bletturinn alltaf á sínum stað. En það er algjör tímaeyðsla að pirra sig yfir því þegar við getum fjarlægt blettinn eins og að veifa hendi.

Best af öllu er að meðhöndla blettinn strax. Settu uppþvottalög á blettinn og nuddaðu því vel inn í efnið, jafnvel með tannbursta. Leyfðu flíkinni að bíða með uppþvottalögin í 4-6 tíma. Gott ráð er að setja flíkina í plastpoka til að efnið þorni ekki eins fljótt. Þvoið því næst flíkina samkvæmt leiðbeiningum og bletturinn er bak og burt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert