Hægt að spara háar fjárhæðir

Fólk á norðlægum slóðum skortir oft D-vítamín.
Fólk á norðlægum slóðum skortir oft D-vítamín. Skjáskot Google

Nú fara heilsudagar verlsana óðum að hefjast en þá er alla jafna hægt að kaupa vítamín, fæðubótarefni og aðrar heilsuvörur á verulegum afslætti.

Margir hafa komist upp á lagið með að byrgja sig vel upp af vítamínum á þessum tilboðsdögum enda getur sparnaðurinn hlaupið á tugum þúsunda.

Án þess að við séum sérfræðingar í hvaða vítamín beri að tala eða að mæla með einhverjum sérstökum bætiefnum þá eru landsmenn hvattir til þess að neyta D-vítamíns í ríkum mæli.

Eins er gott að huga að B-12, Omega 3 og fyrir þá sem nenna ekki að flækja málin er gott að fá sér góðar fjölvítamíntöflur.

Heilsudagar hófust í Hagkaup þann 12. janúar og hefjast fljótlega í öðrum verslunum. Við munum jafnframt fjalla nánar um bætiefni og vítamín á næstu dögum og vikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert