Besta leiðin til að þvo koddann

Góður koddi er ómissandi - og enn betra ef hann …
Góður koddi er ómissandi - og enn betra ef hann er hreinn. Ljósmynd/Pexels/Ketut Subiyanto

Hvað er langt síðan þú þvoðir koddann þinn seinast - ef þú hefur þvegið hann yfir höfuð. Við er samsek í því að vera of slök hvað þetta mál varðar og bætum úr því með þessu einfalda húsráði hér.

Besta leiðin til að þvo koddann

  • Skoðið þvottaleiðbeiningarnar varðandi rétt hitastig.
  • Setjið koddann inn í þvottavél ásamt 1/2 bolla af natron.
  • Hellið þvottaefni í skúffuna á þvottavélinni.
  • Hellið 1/4 bolla vetnisperoxíð í sama hólf og þvottaefnið.
  • Hellið 1/2 bolla af ediki í hólfið þar sem mýkingarefnið á að fara, ásamt nokkrum dropum af euqalyptus ilmolíu (til að drepa rykmaurana).
  • Þvoið koddann og setjið því næst í þurrkara með litlum þurrk-boltum eða ullarkúlum, til að koddinn haldi forminu sínu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert