Svona notar þú uppþvottavélatöflu inni á baði

Uppþvottavélatöflur koma víða til sögu á heimilinu.
Uppþvottavélatöflur koma víða til sögu á heimilinu. mbl.is/

Uppþvottavélatöflur eru með þeim betri í bransanum, enda þrífa þær svo til allt og þá ekki bara í uppþvottavélunum sjálfum. Hér færum við ykkur tvö húsráð þar sem þú getur notað töflurnar inn á baðherbergi.

Klósettið
Leyfðu töflu að liggja ofan í salerninu og leysast þar upp. Skrúbbaðu því næst klósettið með klósettburstanum, sturtaðu svo niður og tandurhreint póstulínið fagnar þér.

Baðkarið
Fylltu baðkarið með vatni og smelltu einni töflu saman við. Þegar taflan hefur leyst upp, skaltu byrja að skrúbba hliðarnar og botn baðkarsins með svampi. Ef þú býrð svo vel að vera með baðkar með nuddi, þá nægir að kveikja á loftbólunum sem munu vinna verkið fyrir þig.

mbl.is