Svona endast handklæðin þín að eilífu

mbl.is/Colourbox

Við tökum sterkt til orða er við segjum ykkur hér frá aðferð sem fær handklæðin ykkar til að endast að ‘eilífu’. Hér eru nokkrir punktar hvernig best sé að meðhöndla handklæði - til að þau haldist mjúk og eru þægileg að þurrka sér með.

  • Þvoðu alltaf handklæði saman, þá án þess að bæta við öðrum textíl eða þvotti - sérstaklega ekki neinu með rennilás eða öðru sem getur dregið til í efninu.
  • Notið kalt vatn og lítið af þvottaefni, þar sem erfitt getur reynst að þvo sápuna úr. Eins getur of mikil sápa haft áhrif á þurrkinn í handklæðinu.
  • Sleppið mýkingarefni, þar sem efnið fer ekki vel með þurrk-eiginleika textílsins.
  • Hrisstið handklæðin aðeins til er þau koma úr þvottavélinni og setjið á lágan hita í þurrkaranum. Takið handklæðin strax úr þurrkaranum þegar hann hefur lokið sér af, því það fer illa með handklæðin ef þau verða skrafþurr eftir þurrkarann.
  • Ef þú hengir handklæði út á snúru, þá er ráð að setja þau aðeins í þurrkarann þegar þau eru við það að verða þurr - þá fá þau þessa mýkt sem við sækjumst eftir.
  • Setjið aldrei handklæði rök inn í skáp, þá er hætta á að þau byrji að lykta eða mygli.
  • Leggið alltaf nýþvegnu handklæðin neðst í bunkann og gott ráð er að leggja lítinn poka með lavander inn í skápinn sem gefur handklæðunum góðan angan.
mbl.is