Ljúffengir saltaðir þorskhnakkar í spínatsósu

Undursamlega ljúffengir saltaðir þorskhnakkar í spínatsósu sem kitla bragðlaukana.
Undursamlega ljúffengir saltaðir þorskhnakkar í spínatsósu sem kitla bragðlaukana. Ljósmynd/Elín Helga

Fiskur er ávallt góður matur til að byrja nýja viku á og við á matarvefnum mælum með þessum ljúffenga saltfisksrétt í spínatsósu. Uppskriftin kemur úr smiðju matgæðingsins Elínar Helgu Guðmundsdóttur. Spínatsósan passar svo ljúft með saltfiskshnökkunum og lyftir þessum rétti á hærra plan. Fullkomin máltíð í byrjun vikunnar sem kitlar bragðlaukana. 

Saltaðir þorskhnakkar í spínatsósu

  • 1,200-1,300 kg saltaðir þorskhnakkar með roði
  • 4-6 msk. hveiti
  • ½ tsk. nýmalaður pipar
  • 6 hvítlauksrif söxuð
  • 1 box/poki ferskt spínat gróft skorið eða 4-6 stk. lausfryst spínat
  • 1 stk. sellerí stilkur, gróft skorinn
  • ½ glas hvítvín (má sleppa og nota nota vatn í staðinn)
  • 1 ½ bolli rjómi
  • ½ teningur af krafti, má vera kjúklinga-, grísa-, grænmetis,- eða fiskkraftur
  • ólífuolía og smjörklípa til steikingar

Aðferð:

Fiskurinn

  1. Setjið hveiti í skál og piprið eftir smekk.
  2. Veltið fiskinum upp úr pipruðu hveitinu.
  3. Hitið ólífuolíu og smjör á pönnu.
  4. Brúnið fiskbitana á pönnu upp úr ólífuolíunni og smjörinu í 2-3 mínútur á hvorri hlið.

Sósan

  1. Hitið ólífuolíu á pönnu á meðalhita.
  2. Mýkið upp hvítlaukinn og selleríið í ólífuolíunni, ef notað er ferskt spínat er því bætt við hér.
  3. Bætið við hvítvíninu á pönnuna ásamt kraftinum.
  4. Látið malla í 2-3 mínútur. Ef notað er frosið spínat er því bætt við hér.
  5. Bætið við rjómanum bætt við og látið malla í 5-7 mínútur. 

Samsetning

  1. Hellið sósunni í eldfast mót og raðið fiskbitunum í sósuna með roðhliðina upp.
  2. Bakið í 180° heitum ofni í 10-12 mínútur.
  3. Í lokin er gott að setja grillið á til að fá enn stökkara roð.
  4. Berið fram með nýjum kartöflum eða soðnum hrísgrjónum.
Ljúffengt og gott til að byrja vikuna á.
Ljúffengt og gott til að byrja vikuna á. Ljósmynd/Elín Helga
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert