Mánudagur, 16. september 2024

Erlent | mbl | 16.9 | 21:21

Réttarhöld um framtíð fjölmiðlaveldisins hafin

Fjölmiðlaeigandinn Rupert Murdoch sést hér á milli tveggja...

Réttarhöld hófust í dag þar sem auðkýfingurinn Rupert Murdoch berst gegn þremur börnum sínum um framtíð eins valdamesta fjölmiðlafyrirtækis í hinum enskumælandi heimi. Meira

Erlent | mbl | 16.9 | 20:57

Í ákveðinni kúlu sem útlendingur

Stígvél flýtur um flóðasvæði í Atzenbrugg im Tullnerfeld í...

„Hér flæddi nú 2013 líka og þá flæddi inn í hverfið hjá mér, svo maður hefur alltaf vitað af þessari hættu, svo voru hérna mikil flóð 2002 líka,“ segir Almar Örn Hilmarsson, fjárfestir, lærifaðir frumkvöðla og dagskrárgerðarmaður í tékknesku höfuðborginni Prag, en stormurinn Boris hefur gert mikla skráveifu í Mið-Evrópu síðustu daga. Meira

Erlent | AFP | 16.9 | 12:59

Fréttaþulurinn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi

Huw Edwards er einn þekktasti sjónvarpsmaður Bretlands.

Huw Edwards, sem er fyrrverandi fréttaþulur hjá BBC, hlaut í dag hálfs árs skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa haft undir höndum kynferðislegar og aðrar óviðeigandi ljósmyndir af börnum. Meira

Erlent | AFP | 16.9 | 11:16

„Þetta er ekki búið“

Loftmynd sem var tekin í bænum Glucholazy í suðurhluta...

Stormurinn Boris hefur valdið miklum usla í Mið-Evrópu, en víða hafa stíflur brostið, rafmagn slegið út og alls hafa 11 látið lífið af völdum veðurofsans. Sum svæði hafa að auki verið innilokuð í fjóra daga. Meira

Erlent | AFP | 16.9 | 7:46

Sá grunaði vildi berjast fyrir Úkraínu

Skjáskot úr myndskeiði AFP-fréttaveitunnar þar sem Routh...

Karlmaðurinn sem er í haldi, grunaður um að hafa sýnt Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda repúblikana, banatilræði í gær heitir Ryan Wesley Routh. Meira



dhandler