Neðri deild franska þingsins hefur samþykkt lagafrumvarp sem bannar sölu á einnota rafrettum sem eru taldar geta leitt til aukinna reykinga meðal ungmenna og séu einnig skaðlegar umhverfinu. Meira
Danska þingið hefur samþykkt lög sem banna kóranbrennur þar í landi eftir því sem þarlendir fjölmiðlar greina frá. Þar með standa Norðmenn og Svíar eftir af skandinavísku þjóðunum hvað slíkt bann varðar en Finnar hafa bannað brennurnar. Meira en helmingur Svía telur að banna ætti kóranbrennur þar í landi samkvæmt könnun. Meira
Umfang og skemmdir á innviðum Seychelles-eyja í kjölfar stórsprengingar og flóða má sjá í myndskeiði. Meira
Skotárásarmaðurinn sem varð þremur að bana í Nevada-háskóla í Las Vegas, var háskólaprófessor á sjötugsaldri. Meira
Nemandinn sem lést í skotárás í skóla í Brjansk í Rússlandi í dag var bekkjarsystir fjórtán ára stúlkunnar sem hóf skotárásina. Er ágreiningur sagður hafa ríkt milli þeirra. Meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Seychelles-eyjum eftir mikla sprengingu í iðnaðarhverfi á eyjunni Mahé og einnig vegna flóða. Meira
Bresk stjórnvöld saka rússnesku leyniþjónustuna, FSB, um ítrekaðar tölvuárásir þar sem m.a. stjórnmálamenn og aðrir þekktir einstaklingar hafa verið skotmörk. Meira
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, skírskotaði til 99. greinar stofnsáttmála stofnunarinnar til að vara við yfirvofandi „mannúðar stórslysi“ og hvetja öryggisráð SÞ til að bregðast við ástandinu í Gasa. Þetta er aðeins í annað skiptið sem gripið hefur verið til greinarinnar. Meira
Fréttaþulur BBC hefur beðist afsökunar á því að hafa sýnt áhorfendum miðfingurinn í upphafi útsendingar í morgun. Meira
Rússnesk táningsstúlka skaut til bana bekkjarsystkini sitt og særði fimm til viðbótar áður hún svipti sig lífi. Meira
Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings greiddu atkvæði gegn beiðni Hvíta hússins um 106 milljarða dollara neyðarpakka sem var aðallega ætlaður Úkraínu og Ísrael. Meira
Efri deild rússneska þingsins hefur ákveðið að forsetakosningarnar í landinu verði haldnar 17. mars á næsta ári. Meira
Þrír eru látnir og einn er alvarlega særður eftir skotárásina í Nevada-háskóla í bandarísku borginni Las Vegas í gær. „Það er staðfest að þrjú fórnarlambanna eru látin,” sagði Kevin McMahill, lögreglustjóri í Las Vegas, á blaðamannafundi. Meira
dhandler