Engin sátt og verkfall í dag

Fulltrúar slökviliðsmanna í húsi ríkissáttasemjara í gær.
Fulltrúar slökviliðsmanna í húsi ríkissáttasemjara í gær. mbl.is/Eggert

Fundahöldum er lokið á skrifstofu Ríkissáttasemjara, í kjaradeilu slökkviliðsmanna og sjúkraflutningamanna. Fundi lauk nú rétt fyrir klukkan sex í morgun án þess að sættir hefðu tekist í deilunni.

Magnús Pétursson ríkissáttasemjari tjáði blaðamanni mbl.is að eitthvað hefði þó þokast áfram í nótt í viðræðunum. Annars hefðu menn ekki setið yfir þeim svona lengi. Hins vegar vildi hann ekki fara út í efnisatriði samninganna en staðfesti að það verður af verkfallinu í dag, sem mun standa í 16 tíma, auk þess sem yfirvinnubann mun taka gildi allan sólarhringinn.

Ekki hefur náðst í formann Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í morgun. Á vef landssambandsins segir hins vegar, að sáralítið hafi borið á milli þegar launanefnd sveitarfélaganna sleit fundi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert