Obama, Beyoncé og Jón úti í bæ eru öll eins

Beyoncé er sjálfstraustið uppmálað en þarfnast þó viðurkenningar annarra rétt …
Beyoncé er sjálfstraustið uppmálað en þarfnast þó viðurkenningar annarra rétt eins og við hin. mbl.is/AFP

Það kannast flestir við það að vilja standa sig vel og margir leita eftir samþykki annarra á frammistöðu sinni. Oprah Winfrey ljóstraði því nýlega upp að allir sem kæmu í viðtal hennar leituðust eftir viðurkenningu fyrir frammistöðu sína eftir viðtal. 

Winfrey segir það ekki skipta máli hvort viðmælendur hennar séu Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Beyoncé, vinsælasta söngkona í heimi, eða einhver óþekkt manneskja.  „Var þetta í lagi?“ eða „hvernig stóð ég mig?“ eru spurningar sem allir spyrja eftir að slökkt er á myndavélunum. 

Þetta sýnir vel hversu mikið fólk metur álit annarra og þarfnast viðurkenningar. Stjörnur eins og Beyoncé sem hafa farið í fjöldann allan af viðtölum og staðið á sviði fyrir framan þúsundir manna þarfnast nákvæmlega sömu viðurkenningar og Jón úti í bæ sem er að fara í sitt fyrsta viðtal og hefur aldrei staðið uppi á sviði. 

Oprah Winfrey segir allt fólk sem kemur í þáttinn hennar …
Oprah Winfrey segir allt fólk sem kemur í þáttinn hennar sækjast eftir því sama. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál