10 lífsreglur Meryl Streep

Ljósmynd/Pinterest.

Meryl Streep er ein þekktasta leikkona síns tíma. Hún hefur breytt samtíma sínum og kennt öðru fremur mikilvægi þess að tala hug sinn og vera sanngjörn. Hún lítur ekki á stórt á sig og getur stundum tekið undir það að vera ofmetin, en alls ekki alltaf. Hún gerir ávallt sitt besta og hefði aldrei dreymt um líf eins og hún á í dag. Svo gott er það.

Við höldum áfram að skoða lífsreglur þeirra sem hafa breytt heiminum og teljum Meryl Streep svo sannarlega eina af þeim. 

Hér koma 10 lífs­regl­ur sem vert er að til­einka sér í anda Meryl Streep.

1. Leggðu alltaf hart að þér

Meryl Streep segir þúsundir leikara út um allan heim standa sig vel og hafa hæfileika, og því sé velgengni hennar ekki sjálfgefin og að mörgu leyti komin til vegna heppni. En það sem hún segir gott að hafa í huga alltaf er að ef við leggjum alltaf hart að okkur, þá uppskerum við oft út fyrir okkar viltustu drauma.

„Mig hefði aldrei getað dreymt um þá velgengni sem mér hefur hlotnast á starfsferlinum mínum í þessu lífi. En að baki velgengninnar er mikil vinna, sem gerir það að verkum að ég hvíli vel í þakklætinu fyrir það sem mér hefur hlotnast í dag.“

2. Finndu leiðir til að tjá þig 

„Þegar ég er í miðju hlutverki, í minni listgrein, að túlka tilfinningar eða segja sögu einhvers sem hefði annars ekki haft rödd, þá líður mér eins og ég sé að fljúga. Finndu þína leið til að fljúga í þessu lífi. Tjáningaformið getur verið alls konar, en þú ert fæddur á jörðina til að hafa áhrif. Aldrei efast um það, þótt það taki tíma að finna þinn farveg.“

3. Lifðu andlegu lífi

Meryl Streep segir leikara umfram margar aðrar starfsgreinar þurfa að vera góðir í því að finna leiðir til að lifa af í núinu, því atvinna þeirra sé byggð á verkefnum og oftast séu þeir ekki með vinnu.

„Við þurfum að treysta, ná að vera í stundinni og vita að það sem verður er ætlað að verða, ef við bara gerum okkar besta og setjum okkur í verkefnin.“

4. Finndu hvað drífur þig áfram í lífinu

„Fyrir mér er það að hlusta sama og að læra. Í fyrstu ætlaði ég að verða lögmaður því mér fannst svo ansalegt að taka áhættuna á að verða leikari. Í dag hef ég lært að leiklist er það sem drífur mig áfram. Það að geta tekið lífsorkuna úr fortíðinni og komið henni áfram inn í nútímann, að ljá persónu rödd sem annars væri ekki að tala. Þetta heldur mér gangandi og gefur mér vellíðan, langt umfram það sem lögmannsstarfið hefði getað gefið mér.“

Ljósmynd/Pinterest.

5. Sýndu samkennd og samúð

„Ég hef alltaf átt auðvelt með að setja mig í spor einhvers og að upplifa tilfinningar annarra. Í fyrstu hafði ég engan skilning á því hvernig í gegnum þróunarsöguna við hefðum haldið í þennan eiginleika sem fyrirsætur, ráðherrar og leiðtogar víða hafa skilið við, enda ekki að gefast vel að tárast eða fara of djúpt ofan í tilfinningar fyrir þessa einstaklinga. Við konur erum góðar í þessu og samfélagið hefur stimplað okkur veikar eða veiklundaðar vegna þessa. Svarið mitt við þessu er að samkennd er aflið sem drífur okkur áfram, það sem tengir okkur sem mannkyn og breytir samfélagsmyndinni. Hún færir til fjöll og er oftar en ekki öflugasta aflið. Það sem við verðum einnig að hafa í huga er að útlitið okkar, það eldist, en hjaralag okkar getur orðið fallegra með árunum!“

6. Lærðu af áskorunum

„Þegar ég er að gera eitthvað sem ég kann kemur það til mín eðlilega og ég geri það af öryggi. En þegar ég á t.d. að túlka persónu sem ég ekki þekki, þá er ég eins og autt blað. Ég hef ekki í neitt að sækja. Þá þarf ég að vaxa, viða að mér þekkingu, allar sameindirnar í líkama mínum sundrast og ég byrja að byggja upp aftur, læri og finn upp á nýtt. Í slíku ferli þá er ég að vaxa sem persóna. Það er aldrei auðvelt, en það er eitthvað sem ég get byggt á í framtíðinni. Þetta kalla ég upphaf í lífinu, þegar maður þarf að byrja upp á nýtt. Alltaf þegar ég hef byrjað upp á nýtt, þá hefur það verið þess virði. En það er aldrei auðvelt.“

6. Finndu ástríðuna þína

„Ég hef alltaf sótt í það sem vekur með mér ástríðu. Ég er ástríðufull að svo mörgu leyti að ég held að leiklist sé eina starfsgreinin sem ég gæti tengt inn í allt sem ég hef ástríðu fyrir í einu.“

7. Vertu hið sanna þú

Þegar Meryl Streep var yngri var hún stöðugt að prófa sig áfram með sjálfa sig. Þegar hún var í hóp stráka, var hún ein útgáfa af sér, í blönduðum hóp önnur útgáfa af sér. Það var ekki fyrr en hún fór inn í kvennahóp sem hún fann raunverulega sig.

„Ég fór inn í alls konar systrasamfélög og fann mig þar. Á einum tímapunkti fann ég hvernig heilinn í mér vaknaði upp úr dvala og gat farið að starfa á fullri getu bara fyrir mig, án þess að vera að ritskoða sig eða reyna að þóknast umhverfinu. Á einu tímabili þvoði ég ekki hárið á mér í 3 vikur, sem var fínt. Í kringum konur gat ég nefnilega verið alls konar, hlægileg, leiðinleg, stór í skapi og undirgefin. Þannig fann ég loksins hina sönnu mig og hætti að leika ímyndaða mig fyrir aðra. Það sem gerir þig öðruvísi eða skrítna, er einmitt styrkleiki þinn!“

9. Settu þig inn í verkefnin þín

Þegar Meryl Streep tekur að sér hlutverk, þá fer hún alla leið og hellir sér inn í verkefnin sín.

„Ég fer alla leið inn í persónuna, byrja að ímynda mér hvernig ég hefði það með þessi lágu laun, hvernig ég myndi hugsa í þessum aðstæðum komandi frá nákvæmlega þessu umhverfi og svo framvegis. Það sem gerist er að ég set mig inn í verkefnið, þannig að karakterinn fær minn heila og dómgreind að láni, og þannig verða hlutverkin mín og með mínu fingrafari.“

Ljósmynd/Pinterest.

10. Skemmtu þér

Meryl Streep er þekkt fyrir að vera ótrúlega hlægileg á verðlaunaafhendingum, hún vanalega segir bara það sem henni býr í brjósti og það sem vekur eftirtekt er hvað hún setur upp lítið bil á milli sín og áhorfenda. Enda er hún ekki hrædd við að mistakast. Það er meira eins og það elti hana. Líkt á og eftirminnilegum Bafta-verðlaunaafhendingu þar sem hún las upp úr þakkarræðu fyrir hönd annars leikara og sagði: „ég einnig rasskelli ... ahahaha, afsakið, þakka Spike. Nú las ég vitlaust.“ Lífið er nefnilega svo allt of alls konar til að við nennum að fara í gegnum það að leika að allt sé fullkomið hjá okkur. Hvað er áhugavert við það? Þá missir maður af því að njóta augnabliksins sem er einmitt það sem Meryl Streep er sérfræðingur í.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál