Lærir á lífið í gegnum dótturina

Ellen Loftsdóttir og Kristín Soffía Jónsdóttir.
Ellen Loftsdóttir og Kristín Soffía Jónsdóttir. mbl.is/Stella Andrea

Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sækist eftir 2. sæti í prófkjöri flokksins sem fram fer um helgina. Hún er í sambúð með Gesti Pálssyni og saman eiga þau eina dóttur. Kristín Soffía berst fyrir bíllausum lífsstíl og segist vera stoltust af því að gera Laugaveginn að göngugötu. 

Hvers vegna sæk­ist þú eft­ir að verða í 2. sæti?

„Ég er bíllaus vansvefta móðir og ég tel nauðsynlegt að bíllausir vansvefta foreldrar séu við völd í borginni.“

Hvernig hef­ur fer­ill þinn verið?

„Eftir menntaskóla fór ég að vinna í frönsku ölpunum sem leiddi af sér ferðalag um Asíu. Eftir heimkomu fór ég að leiðsegja frönskum ferðamönnum um hálendi Íslands og tók svo við sem viðskiptastóri á auglýsingastofu þá 23 ára gömul. Eftir tvö ár í því tók við brimbrettareið í Ástralíu og loksins fann ég mig svo í verkfræði við HÍ. Eftir BS fór ég út á styrk til Kaliforníu að vinna að nýtingu afgangsvarma. Ég var svo í mastersnámi í samgönguverkfræði þegar pólitíkin bankaði á dyrnar og hér er ég í dag.“

Fannst þér þú upp­skera á ein­hverj­um tíma­punkti að þú vær­ir bú­in að ná mark­miðunum þínum?

„Ég lagði mikla áherslu á það frá fyrsta degi í pólitík að gera Laugaveginn að göngugötu og mér hlýnar um hjartaræturnar á hverju ári þegar bílarnir víkja.“

Hvað gef­ur vinn­an þér?

„Vinnan gefur mér tækifæri til að hafa áhrif á borgina og þróun hennar og það finnst mér vera forréttindi.“

Hef­ur þú átt það til að of­keyra þig, og ef svo er, hvernig hef­ur þú brugðist við því?

„Nei, ég get ekki sagt það. Ég er eins og hlýðinn flugfarþegi sem set súrefnisgrímuna á sjálfa mig áður en ég aðstoða aðra. Ég þarf að sofa vel til að halda sönsum og ég fer frekar fyrr að sofa en seinna ef ég er undir álagi.“

Áttu þér ein­hverja fyr­ir­mynd í líf­inu?

„Ég á sterkar fyrirmyndir í báðum foreldrum mínum og svo hefur Gestur kennt mér margt. Ég er að læra á lífið upp á nýtt með því að sjá það með augum dóttur minnar og svo finnst mér flest fólk búa yfir kostum sem ég get litið til með aðdáun.“

Ertu með hug­mynd um hvernig hægt er að út­rýma launamun kynj­anna fyr­ir fullt og allt? 

„Trúi ekki á neina töfralausn en ég tel mjög mikilvægt að lengja fæðingarorlofið, tryggja öllum börnum dagvistun og stytta vinnuvikuna.“

Hvernig skipu­legg­ur þú dag­inn?

„Ég reyni að skipuleggja dagana þannig að ég geti farið með og sótt Maríu mína á leikskólann. Fundirnir eru á mismunandi tímum svo dagarnir eru ólíkir en ég reyni að komast heim seinni partinn og verja stund með Maríu og vinn þá frekar á kvöldin. Ég ætla mér svo alltaf að fara í ræktina og þrífa heimilið en sættist við það á hverjum degi að fresta því vegna tímaleysis. Ég næ samt flesta daga að finna tíma til að skottast í Frú Laugu og finna eitthvað gott til að elda.“

Hvernig er morg­un­rútín­an þín?

„Hún hefst klukkan sex þegar Sir Alex, 10 kílóa kötturinn okkar, hoppar upp á bringuna á mér. María vaknar svo sjö og þá fer Gestur með hana fram og ég fæ að kúra lengur. Ég fæ kaffibolla í rúmið og barma mér ógurlega en svo er það bara sturta, göngutúr með Maríu á leikskólann og strætó í vinnuna.“

Nærðu að vinna bara átta stunda vinnu­dag eða teyg­ist vinnu­dag­ur­inn fram á kvöld?

„Dagarnir eru óreglulegir og mismunandi. Ég reyni að gefa mér alltaf tíma til að sækja Maríu á leikskólann og vinn þá oft á kvöldin í staðinn.“

Hvað finnst þér skemmti­leg­ast að gera utan vinnu­tíma?

„Ég veit fátt skemmtilegra en að hanga með fólkinu mínu og elda góðan mat svo við erum mikið í því að bjóða fólki heim í mat og drykk og stundum dans.“

Hvernig verður vet­ur­inn hjá þér?

„Hann verður vonandi stuttur.“

Kristín Soffía Jónsdóttir og Gestur Pálsson.
Kristín Soffía Jónsdóttir og Gestur Pálsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál