12 raunhæfar leiðir til að spara peninga

Elín Káradóttir kennir fólki að spara.
Elín Káradóttir kennir fólki að spara.

„Mánuð eftir mánuð talar fólk um peningaleysi. Óvænt útgjöld geta komið inná borð hjá mjög skipulögðu og fjárhagslega öguðu fólki eins og hjá öllum.

Hér eru nokkrir puntkar sem ég tel að geti nýst öllum, hvort sem menn eru í peningavandræðum eða ekki. Með því að tileinka sér alla punktana til lengri tíma, þá mun það gjörbreyta þinni fjárhagsstöðu. Þú munt líka finna fyrir því ef þú tekur einn eða nokkra punkta og tileinkar þér þá í ár eða meira. Nr. 4, 6 og 8 eru mínir uppáhalds,“ segir Elín Káradóttir í sínum nýjasta pistli á vefsíðu sinni: 

 1. Ganga meira og nota bílinn minna.
  1. Bensínlítrinn er kominn í 200 kr og á bara eftir að hækka á árinu.
  2. Því minna sem bílnum er ekið því minna verður viðhald á bílnum.
 2. Vera skipulagður þegar kemur að matarinnkaupum og fara sjaldnar inn í verslun
  1. Gerðu innkaupalista og farðu eftir honum.
  2. Kauptu heilan kjúlla í stað þess að kaupa bringur eða lundir. Taktu kasjúhnetur í bökunardeildinni í staðin fyrir heilsudeildinni o.s.frv. Vertu sniðugur í innkaupum.
  3. Settu upp matseðil fyrir vikuna og verslaðu það sem vantar.
  4. Færri ferðir þýðir minna keypt af óþarfa.
 3. Nýta betur það sem þú átt af ÖLLU, minnkaðu sóun
  1. Sniðugt að hafa TTK-rétt (taka til í kæli) reglulega, lágmark 1x í viku. Ef þú ert oft að henda ósnertum mat, þá skaltu endurskoða innkaupin þín. Þú ert að henda peningum með því að henda mat.
  2. Notaðu föt lengur. Ágætt að spurja sig hvort það sé í raunveruleikanum þörf á þessari flík sem þú ætlar að kaupa. Markmið ársins: hættu að vera tískuþræll.
  3. Kláraðu snyrtivörur áður en þú kaupir þér nýjar, (margir eiga 5 tegundir af body lotion og svona mætti lengi telja).
 4. Búum til minningar og hættum að kaupa áskrift að sjónvarsefni
  1. Ódýrasta áskriftin að Stöð 2 kostar 9.990 kr mánuði eða 119.880 kr á ári.
  2. Skiptu út dýrum áskriftum fyrir ódýrari, t.d. þá kostar Netflix $10 (1.200 kr.).
  3. Svo ertu skyldug/ur til að borga fyrir Rúv, láttu það duga því það er temmilega leiðinlegt. Þar að auki eru margar ókeypis íslenskar sjónvarpsstöðvar með ágætis efni inná milli.
  4. Búðu til minningar með fjölskyldunni í stað þess að sitja upp í sófa. Farðu í sund, út á leikvöllinn, í heimsókn til vina/ættingja, lestu bók, spilaðu, njóttu. Það fer illa saman að kvarta undan tímaleysi á meðan meðal einstaklingur horfir í 4 klst á dag á sjónvarp.
 5. Taktu með þér nesti og borðaðu sjaldnar úti
  1. Settu þér markmið að fara bara einu sinni í viku út að borða.
  2. Græjaðu nesti fyrir morgundaginn, það sparar tíma, pening og minnkar sóun. Þú finnur það bæði í peningaveskinu og á hliðarspikinu 😉
  3. Nýttu afganga frá kvöldinu áður í nesti fyrir vinnuna.
  4. Þegar þú ferðast um landið, taktu með þér nesti. Kostnaðurinn er fljótur að safnast upp fyrir 4 manna fjölskyldu sem ætlar að koma við í sjoppum eða matsölustöðum á leiðinni. Þetta verður iðulega líka hollari kostur.
 6. Losaðu þig við líkamsræktarkortið ef þú ert ekki að nýta það 3x í viku eða oftar
  1. Ertu áskrifandi að líkamsræktarkorti sem þú notar ekki? Ef svo er, ekki endurnýja áskriftina og farðu ekki seinna en núna í það að segja því upp.
  2. Hreyfum okkur úti eða heima. Göngutúr, fjallgöngur og heima æfingar kosta ekkert.
  3. Sund, hlaupahópar, blak og fl. er dæmi um hreyfingu sem kosta minna.
  4. Skipulögð námskeið í x vikur er oft góður kostur fyrir fólk sem vinnur í skorpum. Þá greiðir þú einungis fyrir x vikur og nýtir peninginn miklu betur.
 7. Drekktu meira vatn og minna af drykkjum sem þarf að borga fyrir
  1. Vatn kostar ekkert og er hollasti drykkur sem völ er á.
  2. Ein gosflaska á dag kostar ca. 250 kr. eða 91.250 kr. á ári.
 8. Minnka (og svo hætta) áfengis- og tópaksnotkun
  1. Ef ekki til að spara pening þá a.m.k. til að bæta heilsuna.
  2. 4 bjórar keyptir bar á viku kosta 4000 kr. sem gera 208.000 kr. á ári.
  3. 4 bjórar úr ÁTVR á viku kosta 1200 kr. eða 62.400 kr. á ári.
  4. Hálfur pakki af sígarettum á dag kostar 650 kr. eða 237.250 kr. á ári.
  5. Pakki af sígarettum á dag kostar 1300 kr. eða 474.500 kr. á ári.
   1. Gætir þú gert eitthvað við auka 682.500 kr. á ári eða auka 56.000 kr á mánuði?
  6. Áfengisnotkun fylgir oft meiri kostnaður eins og leigubílar, skyndibitamatur og verkjalyfjakaup. Ef það er að hlaupa á mörgum 1000 kr. á viku hjá þér, þá er þarna frábær leið fyrir þig að spara pening á mjög auðveldan máta.
 9. Skipulegðu sumarfríið snemma
  1. Bókaðu flug og hótel eins snemma og hægt er.
  2. Nýttu þér Hraðtilboð og fleira sem flugfélögin bjóða uppá.
  3. Safnaðu punktum í gegnum kreditkort (ps. lærðu að umgangast kreditkort og nýttu þér kosti þess).
 10. Eigðu fyrir því sem þú ætlar að kaupa
  1. Það er dýrt að taka yfirdrátt eða kreditkorta raðgreiðslur.
  2. Notaðu seðla til að fá tilfinningu fyrir útgjöldunum þínum.
 11. Endurskoðaðu símareikninginn þinn
  1. Það er ekki á ábyrgð símafyrirtækisins að þú sért í réttri áskrift! Það er á þinni ábyrgð.
  2. Fáðu aðstoð við að finna út hvort þú sért í áskrift sem hentar þinni notkun.
 12. Settu þér markmið og reglur um útgjöldin þín
  1. Skammtaðu þér pening til neyslu fyrir mánuðinn. Skiptu þeirri upphæð niður fyrir hverja viku.
  2. Oft gott að taka eina og eina viku þar sem þú notar einungis peninga. Þannig færðu betri tilfinningu fyrir því hvað hlutirnir kosta.
  3. Agi! Vertu agaður í fjármálum.

Taktu sparnaðinn og leggðu til hliðar. Notaðu hann af skynsemi.

Borgaðu inná lánin þín, þannig spararu þér vaxtagreiðslur.

mbl.is

Viltu upplifa besta kynlíf í heimi?

06:00 Ef þig hefur alltaf dreymt um að jörðin hristist undir þér þegar þú stundar kynlíf en þú ert ein/einn af þeim sem ferð óvart að hugsa um nestið sem þú ætlar að smyrja fyrir börnin á morgun er þetta grein fyrir þig. Meira »

Þessu verður þú að fylgjast með!

Í gær, 23:59 Það er leit að góðum bröndurum þessa dagana. Eftirfarandi eru 10 Instagrammarar sem þú verður að fylgjast með til að létta þér lífið í sumar. Meira »

Ertu nokkuð að skemma fyrir þér?

Í gær, 21:00 Stefnu­móta­markþjálf­inn Monica Parikh slær í gegn um þess­ar mund­ir. Hún er svo sér­fróð um ást­ina að hún hef­ur stofnað utan um viðfangs­efnið skóla. Hér ræðir hún nokkra hluti sem geta hindrað fólk í að finna ástina og fara í sambönd. Meira »

Berjarauðar varir og vængjuð augu

Í gær, 18:00 Í sumar eru dökkar berjalitaðar varir vinsælar og löng augnlína dregin í vængi. Alicia Vikender tekur útlitið á næsta stig.  Meira »

10 ferskustu sumarilmvötnin

Í gær, 15:00 Sama hvernig viðrar getur ferskur sumarilmur fært okkur sól og hita innra með okkur. Í ár streyma á markaðinn virkilega flott ilmvötn fyrir vor og sumar svo við tókum saman þau 10 ilmvötn sem okkur þykja passa vel við hækkandi hitastig, vonandi. Meira »

Setur á sig maska og spilar Céline Dion

Í gær, 12:00 Ástrós Traustadóttir getur verið einungis 15 mínútur að taka sig til dagsdaglega. Fyrir fínni tækifæri gefur hún sér þó einn til einn og hálfan tíma. Meira »

Hefur áður haldið fram hjá henni óléttri

Í gær, 09:00 „Ég frétti það frá „hinni konunni“ að ég hafði haft rétt fyrir mér allan tímann með það að maðurinn minn hélt fram hjá mér þegar ég var ólétt. Nú fjórum árum seinna er ég enn að fylgjast með honum.“ Meira »

Lykillinn að leggjafegurð Mcpherson

í fyrradag Ofurfyrirsætan Elle Macpherson er þekkt fyrir langa og guðdómlega fótleggi. Þrátt fyrir að hún geti þakkað móður sinni fyrir leggjalengdina segir hún í nýjum pistli að mataræði og líkamsrækt skipti hana líka máli. Meira »

Besta leiðin til að fá það sem þú vilt í kynlífinu

í fyrradag Einungis 9% af fólki, samkvæmt rannsóknum, er ánægt með kynlífið sitt án þess að tala um það. 91% er óánægt með kynlífið og getur ekki talað um það heldur. Samskipti eru lykilatriði að mati Áslaugar Kristjánsdóttur kynfræðings til að auka ánægjuna í svefnherberginu. Í þessu viðtali útskýrir hún árangursríkustu leiðirnar til að fá það sem manni langar á þessu sviði. Meira »

Tískutrendin 2018 að mati Söru

í fyrradag Sara Dögg er 27 ára Eyjamær, búsett í Bryggjuhverfinu. Hún er í sambúð og á einn son. Sara er bloggari á femme.is, starfar sem innanhúsarkitekt og er áhugasamur instagram-ari (@sdgudjons). Meira »

9 brúðkaupsleyndarmál

í fyrradag Þegar stóri dagurinn hefur verið ákveðinn er í mörgu að snúast. Þeir sem hafa gengið í gegnum þennan viðburð í lífinu eru sammála um að dagurinn sé sérstakur, en það séu hlutir sem þeir hefðu viljað vita áður en þeir lögðu af stað í leiðangurinn. Meira »

Heima er staður fyrir ást

í fyrradag Eva Dögg Rúnarsdóttir er ein af þeim sem gustar af. Hún er markaðsstjóri Brauðs og Co. Fjölskyldan býr í Skerjafirði, en auk Evu búa í húsinu Gústi, Bassi og Nóra. Eva er fatahönnuður. Meira »

Þegar ég byrjaði að elska vigtina

í fyrradag Það eru margir með gremju gagnvart húsgagni á heimilinu sem kallast vigt. Greinin fjallar um hvernig þú getur byrjaði að elska vigtina þína. Meira »

8 atriði sem láta heimilið líta ódýrt út

20.5. Gott er að varast nokkur atriði sem geta dregið úr fegurð heimilisins og einfaldlega látið heimilisstílinn líta út fyrir að vera ómerkilegan og jafnvel ódýran Meira »

Héldu upp á daginn með stæl

20.5. Linda Hilmarsdóttir, Kristín Ástríður Ásgeirsdóttir og Harpa Rut Hilmarsdóttir eru Royal-systurnar og þess vegna héldu þær konunglegt boð í Hafnarfirði í tilefni af brúðkaupi Harrys og Meghan. Meira »

Frú Beckham í rauðum skóm í brúðkaupinu

19.5. Victoria Beckham tískuhönnuður og söngkona mætti í dökkbláu dressi í brúðkaup Meghan og Harrys í dag. Við dressið var hún í rauðum skóm. Meira »

Bar hring Díönu heitinnar

19.5. Meghan, hertogaynjan af Sussex, fór úr brúðarkjólnum frá Givenchy yfir í kjól frá breska hönnuðinum Stella McCartney. Hún bar hring Díönu prinsessu heitinnar í veislunni. Meira »

Allt um brúðarkjól hertogaynjunnar

19.5. Meghan hertogaynja af Sussex klæddist hönnun Clare Waight Keller þegar hún gekk að eiga Harry sinn í dag. Keller starfar fyrir tískuhúsið Givenchy. Meira »

Hvert fór maðurinn minn?

19.5. Kona sendir bréf þar sem hún leitar ráða tengt áfengisvandamáli sem er að þróast hjá manninum hennar. Hún segir að hann hlusti hvorki á hana né tengi við hana lengur og biður um ráð. Meira »

Láttu hreinsa strax eftir brúðkaup

19.5. „Efni eru viðkvæmari og samsetning brúðarkjóla er orðin flóknari. Brúðarkjólar eru í dag skreyttir perlum og steinum og blúndum. Þannig að á sama tíma og hreinsun á flíkum er orðin fjölbreyttari þá leitumst við eftir að nota mildari og umhverfisvænni efni til hreinsunar.“ Meira »

„Afslöppuð þegar kemur að heimilinu“

19.5. „Ég og maðurinn minn tókum þá ákvörðun snemma að heimilishald ætti ekki að verða uppspretta stress eða ósættis. Ég reyni að hafa fínt í kringum mig en það tekst svona misjafnlega vel í dagsins önn. Það hjálpar að vera frekar með færri hluti en fleiri,“ segir Helga. Meira »
Meira píla