12 raunhæfar leiðir til að spara peninga

Elín Káradóttir kennir fólki að spara.
Elín Káradóttir kennir fólki að spara.

„Mánuð eftir mánuð talar fólk um peningaleysi. Óvænt útgjöld geta komið inná borð hjá mjög skipulögðu og fjárhagslega öguðu fólki eins og hjá öllum.

Hér eru nokkrir puntkar sem ég tel að geti nýst öllum, hvort sem menn eru í peningavandræðum eða ekki. Með því að tileinka sér alla punktana til lengri tíma, þá mun það gjörbreyta þinni fjárhagsstöðu. Þú munt líka finna fyrir því ef þú tekur einn eða nokkra punkta og tileinkar þér þá í ár eða meira. Nr. 4, 6 og 8 eru mínir uppáhalds,“ segir Elín Káradóttir í sínum nýjasta pistli á vefsíðu sinni: 

 1. Ganga meira og nota bílinn minna.
  1. Bensínlítrinn er kominn í 200 kr og á bara eftir að hækka á árinu.
  2. Því minna sem bílnum er ekið því minna verður viðhald á bílnum.
 2. Vera skipulagður þegar kemur að matarinnkaupum og fara sjaldnar inn í verslun
  1. Gerðu innkaupalista og farðu eftir honum.
  2. Kauptu heilan kjúlla í stað þess að kaupa bringur eða lundir. Taktu kasjúhnetur í bökunardeildinni í staðin fyrir heilsudeildinni o.s.frv. Vertu sniðugur í innkaupum.
  3. Settu upp matseðil fyrir vikuna og verslaðu það sem vantar.
  4. Færri ferðir þýðir minna keypt af óþarfa.
 3. Nýta betur það sem þú átt af ÖLLU, minnkaðu sóun
  1. Sniðugt að hafa TTK-rétt (taka til í kæli) reglulega, lágmark 1x í viku. Ef þú ert oft að henda ósnertum mat, þá skaltu endurskoða innkaupin þín. Þú ert að henda peningum með því að henda mat.
  2. Notaðu föt lengur. Ágætt að spurja sig hvort það sé í raunveruleikanum þörf á þessari flík sem þú ætlar að kaupa. Markmið ársins: hættu að vera tískuþræll.
  3. Kláraðu snyrtivörur áður en þú kaupir þér nýjar, (margir eiga 5 tegundir af body lotion og svona mætti lengi telja).
 4. Búum til minningar og hættum að kaupa áskrift að sjónvarsefni
  1. Ódýrasta áskriftin að Stöð 2 kostar 9.990 kr mánuði eða 119.880 kr á ári.
  2. Skiptu út dýrum áskriftum fyrir ódýrari, t.d. þá kostar Netflix $10 (1.200 kr.).
  3. Svo ertu skyldug/ur til að borga fyrir Rúv, láttu það duga því það er temmilega leiðinlegt. Þar að auki eru margar ókeypis íslenskar sjónvarpsstöðvar með ágætis efni inná milli.
  4. Búðu til minningar með fjölskyldunni í stað þess að sitja upp í sófa. Farðu í sund, út á leikvöllinn, í heimsókn til vina/ættingja, lestu bók, spilaðu, njóttu. Það fer illa saman að kvarta undan tímaleysi á meðan meðal einstaklingur horfir í 4 klst á dag á sjónvarp.
 5. Taktu með þér nesti og borðaðu sjaldnar úti
  1. Settu þér markmið að fara bara einu sinni í viku út að borða.
  2. Græjaðu nesti fyrir morgundaginn, það sparar tíma, pening og minnkar sóun. Þú finnur það bæði í peningaveskinu og á hliðarspikinu 😉
  3. Nýttu afganga frá kvöldinu áður í nesti fyrir vinnuna.
  4. Þegar þú ferðast um landið, taktu með þér nesti. Kostnaðurinn er fljótur að safnast upp fyrir 4 manna fjölskyldu sem ætlar að koma við í sjoppum eða matsölustöðum á leiðinni. Þetta verður iðulega líka hollari kostur.
 6. Losaðu þig við líkamsræktarkortið ef þú ert ekki að nýta það 3x í viku eða oftar
  1. Ertu áskrifandi að líkamsræktarkorti sem þú notar ekki? Ef svo er, ekki endurnýja áskriftina og farðu ekki seinna en núna í það að segja því upp.
  2. Hreyfum okkur úti eða heima. Göngutúr, fjallgöngur og heima æfingar kosta ekkert.
  3. Sund, hlaupahópar, blak og fl. er dæmi um hreyfingu sem kosta minna.
  4. Skipulögð námskeið í x vikur er oft góður kostur fyrir fólk sem vinnur í skorpum. Þá greiðir þú einungis fyrir x vikur og nýtir peninginn miklu betur.
 7. Drekktu meira vatn og minna af drykkjum sem þarf að borga fyrir
  1. Vatn kostar ekkert og er hollasti drykkur sem völ er á.
  2. Ein gosflaska á dag kostar ca. 250 kr. eða 91.250 kr. á ári.
 8. Minnka (og svo hætta) áfengis- og tópaksnotkun
  1. Ef ekki til að spara pening þá a.m.k. til að bæta heilsuna.
  2. 4 bjórar keyptir bar á viku kosta 4000 kr. sem gera 208.000 kr. á ári.
  3. 4 bjórar úr ÁTVR á viku kosta 1200 kr. eða 62.400 kr. á ári.
  4. Hálfur pakki af sígarettum á dag kostar 650 kr. eða 237.250 kr. á ári.
  5. Pakki af sígarettum á dag kostar 1300 kr. eða 474.500 kr. á ári.
   1. Gætir þú gert eitthvað við auka 682.500 kr. á ári eða auka 56.000 kr á mánuði?
  6. Áfengisnotkun fylgir oft meiri kostnaður eins og leigubílar, skyndibitamatur og verkjalyfjakaup. Ef það er að hlaupa á mörgum 1000 kr. á viku hjá þér, þá er þarna frábær leið fyrir þig að spara pening á mjög auðveldan máta.
 9. Skipulegðu sumarfríið snemma
  1. Bókaðu flug og hótel eins snemma og hægt er.
  2. Nýttu þér Hraðtilboð og fleira sem flugfélögin bjóða uppá.
  3. Safnaðu punktum í gegnum kreditkort (ps. lærðu að umgangast kreditkort og nýttu þér kosti þess).
 10. Eigðu fyrir því sem þú ætlar að kaupa
  1. Það er dýrt að taka yfirdrátt eða kreditkorta raðgreiðslur.
  2. Notaðu seðla til að fá tilfinningu fyrir útgjöldunum þínum.
 11. Endurskoðaðu símareikninginn þinn
  1. Það er ekki á ábyrgð símafyrirtækisins að þú sért í réttri áskrift! Það er á þinni ábyrgð.
  2. Fáðu aðstoð við að finna út hvort þú sért í áskrift sem hentar þinni notkun.
 12. Settu þér markmið og reglur um útgjöldin þín
  1. Skammtaðu þér pening til neyslu fyrir mánuðinn. Skiptu þeirri upphæð niður fyrir hverja viku.
  2. Oft gott að taka eina og eina viku þar sem þú notar einungis peninga. Þannig færðu betri tilfinningu fyrir því hvað hlutirnir kosta.
  3. Agi! Vertu agaður í fjármálum.

Taktu sparnaðinn og leggðu til hliðar. Notaðu hann af skynsemi.

Borgaðu inná lánin þín, þannig spararu þér vaxtagreiðslur.

mbl.is

Best að máta hælaskó síðdegis

06:00 Best er að máta og kaupa skó eftir hádegi eða síðdegis samkvæmt fótaaðgerðafræðingnum Tania Kapila. Hún gefur þrjú ráð til að velja þægilega hælaskó. Meira »

Þú kennir fólki hvernig má koma fram við þig!

Í gær, 22:37 „Róbert segir að sambönd séu bindandi. Hann vill sjá hlutina þróast hægt og rólega. En eitt kvöldið sá ég á símanum hans að hann er að tala við fleiri konur en mig. Hvað á ég að gera?“ Meira »

Keypti föt hjá Hjálpræðishernum en sagðist versla í Versace

Í gær, 19:00 Kanadíska leikkonan Nina Dobrev man ekki eftir því að hafa átt ný föt þegar hún var barn. Fjölskyldan verslaði í verslun Hjálpræðishersins og kallaði mamma hennar búðina „Versace“. Meira »

Hvað áttu að borða fyrir maraþonið?

Í gær, 16:00 Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er á laugardaginn og því margir að fara hlaupa langar vegalengdir. Hér eru hugmyndir að máltíðum til að borða 24 tímum fyrir langhlaup. Meira »

Hvers vegna allt þetta þvarg og þvaður?

Í gær, 13:33 „Skrifaðu nú um það...,“ sagði frændi minn glaðhlakkandi yfir þeim upplýsingum sem hann hafði komið á framfæri við mig. Hann var komin með lausnina á skilnuðum landsmanna „ef þessar kerlingar hætta bara þessu þvargi og þvaðri þá verður heimurinn mun einfaldari og hjónabönd langlífari.“ Meira »

„Svo er maður sjálfur auðvitað í þessari bullneyslu“

Í gær, 12:00 Jón Gnarr segir að hægt sé að blanda húmor inn í flest málefni. Ef húmor getur komið loftslagsmálum á kortið leggur hann því lið. Meira »

Sólkysst útlit fram eftir hausti

Í gær, 09:40 Þegar við héldum að sumarið væri að líða undir lok kemur Chanel með allt sem við þurfum til að viðhalda sólkysstu útlitinu fram eftir hausti. Éclat Et Transparence De Chanel er förðunarlína sem Lucia Pica hannaði og endurspeglar sýn hennar á þá fegurð sem gegnsæ lög af lit veita andlitinu og sameinast sólkysstri húðinni. Meira »

Úr herstöðinni beint í bakpokaferðalag

í gær Una Sighvatsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi NATO í Afganistan, fór í ferðalag um heiminn eftir að hún sagði skilið við NATO. Hún segir mikið frelsi í því að ferðast ein, en hún fór til 7 landa í Suður-Ameríku. Meira »

Tölvupóstsamskipti utan vinnutíma hafa slæm áhrif

í fyrradag Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að tölvupóstsamskipti hafi neikvæð áhrif á heilsuna. Mælt er með því að takmarka þann tíma sem fer í tölvupóstsamskipti utan vinnutíma. Meira »

Vill hitta „hina konuna“

í fyrradag Eiginkona manns sem hélt fram hjá henni er forvitin um „hina konuna“ og langar til að hitta hana áður en hún ákveður hvort hún eigi að skilja við eiginmann sinn. Meira »

Á bak við tjöldin í forsíðumyndatöku Beyoncé

í fyrradag Myndbandið af forsíðumyndatöku Beyoncé fyrir Vogue er draumkennt en þar má sjá börnin hennar og Jay-Z, Blue og tvíburana Sir og Rumi, leika sér á meðan mamma þeirra situr fyrir. Meira »

Guðrún Bergmann segir frá

í fyrradag „Hann var einhver sem ég átti að geta treyst, en hann rauf það traust og ákvað að æfa sig í samförum á mér tæplega sjö ára barninu. Ég var auðveld bráð, komin upp í hjónarúmið þar sem ég átti að sofa.“ Meira »

Af hverju flestir ná ekki að breyta um lífsstíl

í fyrradag Sara Barðdal, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi, skrifar um hvers vegna flestir ná ekki að breyta um lífsstíl. Þann 17. ágúst fer hún af stað með tíu daga heilsuáskorun þar sem hún aðstoðar þátttakendur við að setja sér markmið og ná þeim. Meira »

Einfaldleiki og fegurð í 101

15.8. Einfaldur stíll og smekklegheit einkenna þessa 142 fm íbúð sem staðsett er í 101. Ekkert óþarfa prjál er í íbúðinni og á hver hlutur sinn stað. Meira »

Skipti yfir í plöntufæði og missti 9 kíló

14.8. Tónlistarmaðurinn Will.I.Am missti 9 kíló með því að skipta yfir í plöntufæði og bæta svefninn, en hann hafði þyngst mikið og var ekki við góða heilsu. Meira »

Hefnir sín á Trump með fatavali

14.8. Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi ráðgjafi í Hvíta húsinu, skrifar í nýútkominni bók sinni Unhinged að Melania Trump refsi eiginmanni sínum með fatavali sínu. Meira »

Haustlína Supreme sjúklega töff

14.8. Supreme gaf út lookbook fyrir haust- og vetrarlínu sína í gær. Litríkir jakkar og úlpur eru áberandi í línunni.  Meira »

Taktu á móti haustinu í valdeflandi peysu

14.8. „Bleikur er uppáhaldsliturinn minn og mér finnst hann svo fallegur fyrir allan aldur og bæði kyn. Mér fannst líka skipta máli að gera eitthvað allt annað en síðast svo þeir sem keyptu síðast peysu væru spenntir að fjárfesta í nýrri og styrkja gott málefni í leiðinni.“ Meira »

Egill tekur pásu frá Íslandi og fer til Balí

14.8. Egill Fannar Halldórsson segir að nóvember sé langbesti tíminn til að fara til Balí og upplifa sönn ævintýri.   Meira »

10 lífsreglur Diane von Furstenberg

14.8. „Flest ævintýri enda á því að stúlkan giftist prinsinum og lifir síðan hamingjusöm til æviloka. Mitt ævintýri byrjaði fyrst þegar ég hafði fengið skilnað frá mínum prinsi.“ Meira »

Kemst ekki yfir skilnaðinn við kærustuna

13.8. „Ég er karlmaður á miðjum aldri. Skildi fyrir 6 árum vegna framhjáhalds konunnar. Skilnaðurinn sem átti sér talsverðan aðdraganda var mér ekki mjög erfiður. Hafði lengi grunað að konan héldi fram hjá og fannst í raun mikill léttir að skilja og losna við alla lygina,“ segir íslenskur maður sem leitar ráða hjá Valdimari. Meira »