Hvers vegna allt þetta þvarg og þvaður?

Árelía Eydís Guðmundsdóttir vill að fólk hætti að tuða.
Árelía Eydís Guðmundsdóttir vill að fólk hætti að tuða. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„„Skrifaðu nú um það...,“ sagði frændi minn glaðhlakkandi yfir þeim upplýsingum sem hann hafði komið á framfæri við mig. Hann var komin með lausnina á skilnuðum landsmanna „ef þessar kerlingar hætta bara þessu þvargi og þvaðri þá verður heimurinn mun einfaldari og hjónabönd langlífari.“

Frændi minn þessi hefur svör á reiðum höndum við flestum lífsins vandamálum og honum var mikið niðri fyrir,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Háskóla Íslands í sínum nýjasta pistli: 

„Einu sinni voru tannkremstúpur þannig að það þurfti að bretta upp á þær (úr áli fyrir yngri lesendur) og þá voru kerlingarnar vitlausar ef maður vogaði sér að kreista en ekki bretta. Síðan er þetta stöðugt vandamál með klósettsetuna. Ef maður gleymir að láta hana niður í eitt skipti af hundrað þá verður allt vilaust...“

Kenningin er í sjálfu sér nokkuð góð hjá honum verð ég að viðurkenna, hún gengur út að við erum kannski dags daglega að pirra okkur á óþarfa hlutum. Ég hins vegar er kannski ekki sammála um að það séu aðallega „kerlingar“ eða konur sem sjái um það - bæði kynin eru samsek.

Við erum hér á jörðu í örskamma stund, eins og ljósgeisli í sekúndu í eilífðinni, einn geisli sem kviknar á alheimshimni eina örskotsstund. Það telst líklega ekki vera góð nýting á tímanum að eyða honum í þvarg, þras og þvaður, hvorki fyrir konur né karla, stúlkur né pilta.

Frændi minn hefur, eins og oft áður, rétt fyrir sér. Þvarg og þvaður að óþörfu er til lengdar frekar þreytandi og leiðilegt og getur jafnvel orðið til þess að maður bara snýr sér að einhverju öðru. Maður skildi alltaf hlusta á frændur sína þegar þeir hefja upp raust sína. Síðan þá hef ég reynt að vera minna í þrasinu og meira í núinu og því að nærast og njóta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál