Það býr dans í öllum

Hrafnhildur trúir því að dans sé fyrir alla og vinnur ...
Hrafnhildur trúir því að dans sé fyrir alla og vinnur hún ötullega að því að auka aðgengi fólks að dansi. Ljósmynd/Aðsend

Hrafnhildur Einarsdóttir byrjaði í Ballettskóla Eddu Scheving aðeins fimm ára að aldri. Allar götur síðan hefur hún tileinkað lífið listgreininni. Hún starfar í dag sem skólastjóri Klassíska listdansskólans og Ballettskóla Guðbjargar Björgvins og ræðir í viðtali listgreinina frá sínu brjóstviti.

Ég byrjaði í ballett þegar ég var fimm ára í Ballettskóla Eddu Scheving. Þegar ég var átta ára fór ég svo yfir í Klassíska listdansskólann, þar sem ég stundaði ballettnám þar til ég varð 17 ára. Þá lagði ég land undir fót og fór til Kanada í dans- og tónlistarnám. Síðan lá leið mín til Rotterdam þar sem ég stundaði nám við Codarts í eitt ár, en eftir það ár þurfti ég að taka mér pásu frá dansinum í nokkra mánuði vegna veikinda. Það voru virkilega mikil vonbrigði og tók á sálarlega, en ég kom mér fljótt aftur á strik og ákvað að fara aftur út í nám. London varð fyrir valinu þar sem ég stundaði þriggja ára nám í dansháskólanum Trinity Laban þaðan sem ég útskrifaðist árið 2009.“

Hrafnhildur hefur unnið ótal ólík dansverkefni bæði hér á landi og erlendis. Hún segir að fyrstu árin hennar eftir skóla hafi hún í raun búið í ferðatösku og flakkaði á milli staða. „Slíkur lífsstíll hentaði mér mjög vel. Þrátt fyrir að vera alltaf á ferðinni, var ég með annan fótinn á Íslandi, bæði vegna fjölskyldunnar en einnig kom ég oft til að kenna í Klassíska listdansskólanum. Kennsla og miðlun þekkingar minnar hefur alltaf verið ástríða hjá mér.“

Heimili fyrir sjálfstætt starfandi danslistamenn

Hún segir að þegar hún hafi komið til Íslands hafi Dansverkstæðið verið að komast á laggirnar. „Dansverkstæðið er heimili fyrir sjálfstætt starfandi danslistamenn. Þar kynntist ég íslenska danssamfélaginu betur og fann fljótt hvað ég brann fyrir því sama og þetta duglega fólk gerir. Að byggja upp sterkara danssamfélag á íslandi. Einnig að efla dansmenntun og svo er auðvitað draumurinn að á Íslandi rísi danshús.“

Falleg uppsetning á klassískum ballett er góð skemmtun.
Falleg uppsetning á klassískum ballett er góð skemmtun. Ljósmynd/Aðsend

Aðspurð segir Hrafnhildur að áhugamál sín tengist almennt dansi og listum, menningu og ferðalögum. „Eins kann ég ákaflega vel við að vinna með fólki. Þegar ég var yngri var ég líka mikið í golfi, ég hef ekki gefið því tíma síðustu árin. En ég reyni að rifja upp sveifluna allavega einu sinni á ári,“ segir Hrafnhildur og brosir.

Hvað er dans í þínum huga?

„Dans er í mínum huga nokkuð sem við fæðumst öll með í okkur. Hann er hluti af mannfólkinu og sést best þegar ungbörn byrja að dilla sér við tónlist löngu áður en þau byrja að ganga. Dansinn er einstakt tjáningarform þar sem ekki er þörf á að nota orð. Það er margsannað hvað dansinn er góður fyrir heilsuna, bæði fyrir líkama og sál.“

Hún segir að bakgrunnur hennar sé í klassískum ballett. „Mér þykir mjög vænt um að halda vel utan um klassíkina en einnig þykir mér mikilvægt að fá að kynnast öðrum dansstílum líka. Þá hef ég sjálf fundið mig vel í nútíma- og samtímadansi og fundist mikilvægt að vera opin fyrir því sem er að gerast hverju sinni.“

Hvernig lýsir þú starfsemi Klassíska listdansskólans í dag?

„Guðbjörg Astrid Skúladóttir stofnaði Klassíska listdansskólann árið 1993. Skólinn býður upp á nám í klassískum ballett og nútíma/samtímadansi fyrir nemendur frá þriggja ára aldri. Árið 2006 stofnaði hún einnig framhaldsbraut sem er viðurkennd af menntamálaráðuneytinu þar sem hægt er að leggja áherslu bæði á klassískan ballett og nútíma/samtímadans. Hún hefur lagt hjarta sitt alla leið í þennan faglega skóla með það markmið að undirbúa nemendur það vel að þeir geti farið út í atvinnumennsku ef þeir óska sér. Mér gafst það tækifæri að taka við sem skólastjóri síðastliðið haust og ég legg áherslu á að halda vel utan um alla þá faglegu vinnu sem Guðbjörg Astrid hefur sett inn í skólann og kennt mér. Hún er enn til staðar til að gefa okkur góð ráð. Hins vegar langaði mig að gera dans aðgengilegri fyrir alla og bjóða einnig nemendum skólans að kynnast óhefðbundnum verkefnum utan hefðbundinnar námskrár til að efla þá enn frekar. Einnig höfum við bætt við tveimur „prógrömmum“ sem ég er mjög stolt af.

Annars vegar er undirbúningsnám fyrir framhaldsbraut þar sem fólki býðst að koma í mjög krefjandi dansnám þó að það byrji seint og hins vegar ungdanshóp sem kallast „FWD Youth Company“ sem er ætlaður ungum dönsurum sem hafa lokið framhaldsbraut og langar að þróa sig enn frekar sem dansara. Það er virkilega mikil og góð samvinna meðal starfsfólks og kennara skólans. Ég vinn alla vinnu Dansgarðsins í nánu samstarfi við Ernesto Camilo Aldazabel Valdes og allt það góða fólk sem er að byggja upp þetta ævintýri með okkur.“

Samspil ljósa, listdans og tónlistar skapa hugrif sem fólk man ...
Samspil ljósa, listdans og tónlistar skapa hugrif sem fólk man í langan tíma á eftir. Ljósmynd/Aðsend

En Ballettskóla Guðbjargar Björgvins?

„Guðbjörg Björgvins stofnaði ballettskóla Guðbjargar Björgvins árið 1982, en líkt og Guðbjörg Astrid er hún ofurkona sem brennur fyrir þessari vinnu og hafa gefið svo ótal mörgum dönsurum góða og einlæga kennslu í gegnum árin. Okkur í Dansgarðinum bauðst að bæta við Ballettskóla Guðbjargar í garðinn okkar. Við erum spennt fyrir þeirri viðbót.“ Hún segir Ballettskóla Guðbjargar Björgvins bjóða upp á dansnám fyrir nemendur frá þriggja ára aldri, en þar er einnig boðið upp á ballettíma fyrir fullorðna, sem hentar öllum. Ballettskóli Guðbjargar Björgvins er með starfsemi sína á Eiðistorgi.

Vinnusmiðjur fyrir hælisleitendur

Hvað getur þú sagt mér um Dansgarðinn?

„Dansgarðurinn er regnhlífarverkefni sem er með það markmið að gera dans aðgengilegri fyrir alla auk þess að bjóða upp á faglega menntun í klassískum ballett, nútímadansi, samtímadansi, skapandi dansi og fræðslu.

Síðastliðinn vetur hefur verið mjög viðburðaríkur og má þar nefna verkefnið Dans fyrir alla, þar sem leiðbeinendur frá Dansgarðinum hafa boðið upp á skapandi dans í leikskólum og frístundaheimilum, auk þess sem grunnskólabörn og kennarar þeirra hafa komið í heimsókn til okkar í Dansgarðinn í dansfræðsludag. Einnig höfum við verið með vinnusmiðjur með hælisleitendum. Þessi verkefni hafa verið möguleg vegna samstarfs við Reykjavíkurborg og List fyrir alla.“

Að lokum segir Hrafnhildur að hún voni að í framtíðinni verði sett meira fjármagn í dansmenntun og danslist í landinu. „Við höfum mikinn áhuga á ýmsum samstarfsverkefnum bæði hérlendis og erlendis, og munum halda áfram að styrkja og rækta slík tengslanet.“

Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

06:00 „Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu boðskortinu. Fólki er bent á að taka sér tveggja vikna frí ef það ætlar sér að mæta í brúðkaupið. Meira »

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

Í gær, 23:30 Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

Í gær, 21:00 Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

Í gær, 19:00 Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »

Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

Í gær, 16:00 Hvernig er líkamsklukkan þín? Tilheyrir þú hópi ljóna, höfrunga, bjarna eða úlfa? Það hentar ekki öllum að mæta í vinnu klukkan níu og borða kvöldmat klukkan sex. Meira »

Eru áhrifavaldar komnir til að vera?

Í gær, 13:20 Andrea Guðmundsdóttir býr í Hong Kong þar sem hún rannsakar áhrifavalda. Hún trúir því að áhrifavaldar séu komnir til að vera og segir þá hafa upp á annað að bjóða en hefðbundnar auglýsingar. Meira »

Geislaði með kúlu í rauðu

Í gær, 10:00 Vel sást í myndarlega óléttukúlu hertogaynjunnar í þröngum fjólubláum kjól sem hún klæddist í heimsókninni en Meghan er sögð hafa ljóstrað því upp að hún ætti von á sér í apríl. Meira »

Breytti ljótu húsi í fallegt heimili

í gær Skapari Grey's Anatomy reif niður hæð og framhliðina á húsinu sínu og finnst húsið nú fallegt þótt það hafi verið ljótt og eitthvað rangt við það í upphafi. Meira »

Hvítt og ljóst átti rauða dregilinn

í fyrradag Leikkonurnar voru ekki þær einu sem mættu í þessu litaþema á Critics Choice-verðlaunin þar sem einnig mátti sjá karlmenn í hvítum og ljósum jakkafötum. Meira »

Landaði hlutverki í tannkremsauglýsingu

í fyrradag Ágústa Eva Erlendsdóttir er ekki bara að leika í risaseríum fyrir HBO. Hún lék á dögunum í tannkremsauglýsingum sem sýndar eru í bandarísku sjónvarpi um þessar mundir. Meira »

Ásgeir Kolbeins selur 300 fm einbýli

í fyrradag Ásgeir Kolbeinsson og Bryndís Hera Gísladóttir hafa sett sitt glæsilega einbýli á sölu í Breiðholtinu.   Meira »

Hildur er með bleikt Barbie-eldhús

í fyrradag Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt fylgir hjartanu þegar kemur að því að gera fallegt í kringum sig. Hún er með stóran blómavegg í stofunni og bleikt eldhús. Meira »

Trylltar fréttir fyrir COS-aðdáendur

í fyrradag Verslunin COS opnar á Íslandi. Mun verslunin opna á Hafnartorgi - í húsinu við hlið H&M.;  Meira »

Svefninn bjargaði heilsunni

í fyrradag Jamie Oliver fann fyrir mikilli depurð í aðeins of langan tíma. Þegar hann breytti svefnvenjum sínum lagaðist ansi margt.   Meira »

Kostir þess að sofa nakinn

13.1. Það að sofa í guðsgallanum hefur ekki einungis jákvæð áhrif á kynlífið. Það eru ófáir kostir þess að lofta aðeins um að neðan á nóttunni. Meira »

Yndislegur en með litla kynhvöt

13.1. „Við elskum hvort annað mjög mikið en stundum bara kynlíf einu sinni í mánuði eða svo. Hann segist bara hafa litla kynhvöt.“  Meira »

Hvers vegna þurfum við vítamín?

13.1. „Margir halda því fram að þeir fái öll næringarefni sem þeir þurfa úr fæðunni. Því miður er fæðan í dag almennt mjög rýr af næringarefnum, m.a. vegna margra ára notkunar á tilbúnum áburði sem hefur rýrt jarðveginn af steinefnum.“ Meira »

Jakob og Birna Rún skemmtu sér

13.1. Jakob Frímann Magnússon og Birna Rún Gísladóttir létu sig ekki vanta þegar sýningin Líffærin var opnuð í Ásmundarsal.   Meira »

Svona ætti ekki að innrétta í febrúar

13.1. Burt með stráin og nýja lampann með beru ljósaperunni. Sérfræðingar eru víst komnir með nóg af gylltum nýtískuhnífapörum.   Meira »

Svona hættir Robbie Williams að reykja

13.1. Robbie Williams segir ekki auðvelt að hætta að reykja en hann er byrjaður að líta til þess að róa hugann í nikótínfráhvörfunum. Meira »

Einfaldar leiðir í átt að meiri sjálfsást

12.1. Greinin fjallar um 45 lítil atriði sem hægt er að setja inn í lífið til að upplifa meiri vellíðan. Þetta eru atriði sem hafa áhrif á huga, líkama og sál. Meira »