Það býr dans í öllum

Hrafnhildur trúir því að dans sé fyrir alla og vinnur ...
Hrafnhildur trúir því að dans sé fyrir alla og vinnur hún ötullega að því að auka aðgengi fólks að dansi. Ljósmynd/Aðsend

Hrafnhildur Einarsdóttir byrjaði í Ballettskóla Eddu Scheving aðeins fimm ára að aldri. Allar götur síðan hefur hún tileinkað lífið listgreininni. Hún starfar í dag sem skólastjóri Klassíska listdansskólans og Ballettskóla Guðbjargar Björgvins og ræðir í viðtali listgreinina frá sínu brjóstviti.

Ég byrjaði í ballett þegar ég var fimm ára í Ballettskóla Eddu Scheving. Þegar ég var átta ára fór ég svo yfir í Klassíska listdansskólann, þar sem ég stundaði ballettnám þar til ég varð 17 ára. Þá lagði ég land undir fót og fór til Kanada í dans- og tónlistarnám. Síðan lá leið mín til Rotterdam þar sem ég stundaði nám við Codarts í eitt ár, en eftir það ár þurfti ég að taka mér pásu frá dansinum í nokkra mánuði vegna veikinda. Það voru virkilega mikil vonbrigði og tók á sálarlega, en ég kom mér fljótt aftur á strik og ákvað að fara aftur út í nám. London varð fyrir valinu þar sem ég stundaði þriggja ára nám í dansháskólanum Trinity Laban þaðan sem ég útskrifaðist árið 2009.“

Hrafnhildur hefur unnið ótal ólík dansverkefni bæði hér á landi og erlendis. Hún segir að fyrstu árin hennar eftir skóla hafi hún í raun búið í ferðatösku og flakkaði á milli staða. „Slíkur lífsstíll hentaði mér mjög vel. Þrátt fyrir að vera alltaf á ferðinni, var ég með annan fótinn á Íslandi, bæði vegna fjölskyldunnar en einnig kom ég oft til að kenna í Klassíska listdansskólanum. Kennsla og miðlun þekkingar minnar hefur alltaf verið ástríða hjá mér.“

Heimili fyrir sjálfstætt starfandi danslistamenn

Hún segir að þegar hún hafi komið til Íslands hafi Dansverkstæðið verið að komast á laggirnar. „Dansverkstæðið er heimili fyrir sjálfstætt starfandi danslistamenn. Þar kynntist ég íslenska danssamfélaginu betur og fann fljótt hvað ég brann fyrir því sama og þetta duglega fólk gerir. Að byggja upp sterkara danssamfélag á íslandi. Einnig að efla dansmenntun og svo er auðvitað draumurinn að á Íslandi rísi danshús.“

Falleg uppsetning á klassískum ballett er góð skemmtun.
Falleg uppsetning á klassískum ballett er góð skemmtun. Ljósmynd/Aðsend

Aðspurð segir Hrafnhildur að áhugamál sín tengist almennt dansi og listum, menningu og ferðalögum. „Eins kann ég ákaflega vel við að vinna með fólki. Þegar ég var yngri var ég líka mikið í golfi, ég hef ekki gefið því tíma síðustu árin. En ég reyni að rifja upp sveifluna allavega einu sinni á ári,“ segir Hrafnhildur og brosir.

Hvað er dans í þínum huga?

„Dans er í mínum huga nokkuð sem við fæðumst öll með í okkur. Hann er hluti af mannfólkinu og sést best þegar ungbörn byrja að dilla sér við tónlist löngu áður en þau byrja að ganga. Dansinn er einstakt tjáningarform þar sem ekki er þörf á að nota orð. Það er margsannað hvað dansinn er góður fyrir heilsuna, bæði fyrir líkama og sál.“

Hún segir að bakgrunnur hennar sé í klassískum ballett. „Mér þykir mjög vænt um að halda vel utan um klassíkina en einnig þykir mér mikilvægt að fá að kynnast öðrum dansstílum líka. Þá hef ég sjálf fundið mig vel í nútíma- og samtímadansi og fundist mikilvægt að vera opin fyrir því sem er að gerast hverju sinni.“

Hvernig lýsir þú starfsemi Klassíska listdansskólans í dag?

„Guðbjörg Astrid Skúladóttir stofnaði Klassíska listdansskólann árið 1993. Skólinn býður upp á nám í klassískum ballett og nútíma/samtímadansi fyrir nemendur frá þriggja ára aldri. Árið 2006 stofnaði hún einnig framhaldsbraut sem er viðurkennd af menntamálaráðuneytinu þar sem hægt er að leggja áherslu bæði á klassískan ballett og nútíma/samtímadans. Hún hefur lagt hjarta sitt alla leið í þennan faglega skóla með það markmið að undirbúa nemendur það vel að þeir geti farið út í atvinnumennsku ef þeir óska sér. Mér gafst það tækifæri að taka við sem skólastjóri síðastliðið haust og ég legg áherslu á að halda vel utan um alla þá faglegu vinnu sem Guðbjörg Astrid hefur sett inn í skólann og kennt mér. Hún er enn til staðar til að gefa okkur góð ráð. Hins vegar langaði mig að gera dans aðgengilegri fyrir alla og bjóða einnig nemendum skólans að kynnast óhefðbundnum verkefnum utan hefðbundinnar námskrár til að efla þá enn frekar. Einnig höfum við bætt við tveimur „prógrömmum“ sem ég er mjög stolt af.

Annars vegar er undirbúningsnám fyrir framhaldsbraut þar sem fólki býðst að koma í mjög krefjandi dansnám þó að það byrji seint og hins vegar ungdanshóp sem kallast „FWD Youth Company“ sem er ætlaður ungum dönsurum sem hafa lokið framhaldsbraut og langar að þróa sig enn frekar sem dansara. Það er virkilega mikil og góð samvinna meðal starfsfólks og kennara skólans. Ég vinn alla vinnu Dansgarðsins í nánu samstarfi við Ernesto Camilo Aldazabel Valdes og allt það góða fólk sem er að byggja upp þetta ævintýri með okkur.“

Samspil ljósa, listdans og tónlistar skapa hugrif sem fólk man ...
Samspil ljósa, listdans og tónlistar skapa hugrif sem fólk man í langan tíma á eftir. Ljósmynd/Aðsend

En Ballettskóla Guðbjargar Björgvins?

„Guðbjörg Björgvins stofnaði ballettskóla Guðbjargar Björgvins árið 1982, en líkt og Guðbjörg Astrid er hún ofurkona sem brennur fyrir þessari vinnu og hafa gefið svo ótal mörgum dönsurum góða og einlæga kennslu í gegnum árin. Okkur í Dansgarðinum bauðst að bæta við Ballettskóla Guðbjargar í garðinn okkar. Við erum spennt fyrir þeirri viðbót.“ Hún segir Ballettskóla Guðbjargar Björgvins bjóða upp á dansnám fyrir nemendur frá þriggja ára aldri, en þar er einnig boðið upp á ballettíma fyrir fullorðna, sem hentar öllum. Ballettskóli Guðbjargar Björgvins er með starfsemi sína á Eiðistorgi.

Vinnusmiðjur fyrir hælisleitendur

Hvað getur þú sagt mér um Dansgarðinn?

„Dansgarðurinn er regnhlífarverkefni sem er með það markmið að gera dans aðgengilegri fyrir alla auk þess að bjóða upp á faglega menntun í klassískum ballett, nútímadansi, samtímadansi, skapandi dansi og fræðslu.

Síðastliðinn vetur hefur verið mjög viðburðaríkur og má þar nefna verkefnið Dans fyrir alla, þar sem leiðbeinendur frá Dansgarðinum hafa boðið upp á skapandi dans í leikskólum og frístundaheimilum, auk þess sem grunnskólabörn og kennarar þeirra hafa komið í heimsókn til okkar í Dansgarðinn í dansfræðsludag. Einnig höfum við verið með vinnusmiðjur með hælisleitendum. Þessi verkefni hafa verið möguleg vegna samstarfs við Reykjavíkurborg og List fyrir alla.“

Að lokum segir Hrafnhildur að hún voni að í framtíðinni verði sett meira fjármagn í dansmenntun og danslist í landinu. „Við höfum mikinn áhuga á ýmsum samstarfsverkefnum bæði hérlendis og erlendis, og munum halda áfram að styrkja og rækta slík tengslanet.“

Hversu oft á að stunda kynlíf?

Í gær, 23:59 Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

Í gær, 21:00 Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

Í gær, 18:00 Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

Í gær, 13:45 Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

Í gær, 12:27 Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

Í gær, 09:00 Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

Í gær, 06:00 Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »

Vill líta út eins og lifandi kynlífsdúkka

í fyrradag Transkonan Ivana er búin að fara í 20 fegrunaraðgerðir til þess að líta út eins og lifandi kynlífsdúkka. Ivana sem er 26 ára er sögð hafa eytt um 87 þúsundum punda í aðgerðirnar eða rúmlega 13 milljónum íslenskra króna. Meira »

Einfaldar leiðir til að auka tekjurnar

í fyrradag „Margir eru í þeim sporum að geta ekki aukið tekjurnar á núverandi vinnustað. Þar geta legið ýmsar ástæður að baki. Ein gæti verið sú að fyrirtækið hefur ekki bolmagn til að greiða hærri laun en þú sættir þig við núverandi launakjör í von um að bráðum komi betri tíð,“ segir Edda. Meira »

Svona æfði Jenner fyrir sýningu Victoria's Secret

í fyrradag Ofurfyrirsætan Kendall Jenner segist hafa æft vel og passað mataræðið áður en hún steig á svið fyrir Victoria's Secret.   Meira »

Gilda íslensk hjúskaparlög erlendis?

í fyrradag Ég er með spurningu sem varðar riftun hjónabands sem stofnað er til í öðru landi. Getur einstaklingur sem stofnaði til hjúskapar í öðru landi rekið skilnaðarmál á Íslandi? Málsaðstæður eru þær að viðkomandi vill ljúka hjúskap en makinn í heimalandi ekki. Meira »

Ástarsorgin dró hana í Kópavog

í fyrradag Kamilla Einarsdóttir hefur skrifað sögur alla sína ævi en langaði ekki að gefa neitt út. Eftir að bókaútgáfa sýndi verkum hennar áhuga og bauðst til að gefa bók hennar út varð til bókin Kópavogskronika. Meira »

Sjö stig tilfinninga fólks í ástarsorg

í fyrradag Sorg er ekki það fyrsta sem einkennir tilfinningar fólks sem er nýhætt í sambandi. Afneitun og reiði kemur á undan.   Meira »

Afmælisstuð í hámarki hjá Spektra

11.11. Ráðgjafafyrirtækið Spektra ehf. hélt upp á 5 ára afmælið sitt á dögunum og af því tilefni bauð fyrirtækið í afmælispartí í húsakynnum sínum að Laugavegi 178. Meira »

Gerðu trúboðastellinguna betri

11.11. Trúboðastellingin þarf ekki að vera leiðinleg og ætti í rauninni að vera reglulega á matseðlinum en fólk ætti ef til vill að kunna að bragðbæta hana. Meira »

Ódýrir hlutir sem gjörbreyta baðherberginu

11.11. Þegar baðherbergið er fallegt er skemmtilegra að tannbursta sig og gera aðra hluti. Það þarf ekki að gera baðherbergið fokhelt og leggja marmara á það allt til þess að gera það fallegt. Meira »

Nýjasta tískan í naglalökkum

11.11. Í vetur er flott að vera með neglur sem eru svipaðar húðlit handanna. Neglur og varir eru þá ekki í sama lit. Þetta útlit minnir á sjöunda áratug síðustu aldar. Þegar hendurnar áttu að vera hreinlegar og fínar. Með þessu útliti ber meira á hringum og fylgihlutum. Meira »

Skemmtilega innréttað í Garðabæ

11.11. Við Bjarkarás í Garðabæ stendur 143 fm íbúð sem innréttuð er á heillandi hátt. Flauelshúsgögn, stór listaverk og grófur viður er áberandi. Meira »

Sagðist ekki passa í kjóla frá Beckham

11.11. Meghan hertogaynja er mjög meðvituð um kosti og galla líkama síns. Í gömlu viðtalið segist Meghan vera með of stuttan búk til þess að klæðast kjólum frá Victoriu Beckham. Meira »

Leiddist hræðilega 11 ára í Noregi

11.11. „Ég bjó í Noregi þegar ég var 11 ára eða í hálft ár í smábæ í Noregi þegar mamma mín var í námi. Hún var að læra textíl og ég þurfti að druslast með.“ Meira »

Er þetta ástæðan fyrir aukakílóunum?

10.11. Fólk fitnar ekki bara af því það kaupir alltaf kvöldmat í lúgusjoppu. Það má einnig kenna hormónaójafnvægi um það að fólk bæti á sig þrátt fyrir að það hámi í sig ávexti og hamist í ræktinni. Meira »