Það býr dans í öllum

Hrafnhildur trúir því að dans sé fyrir alla og vinnur ...
Hrafnhildur trúir því að dans sé fyrir alla og vinnur hún ötullega að því að auka aðgengi fólks að dansi. Ljósmynd/Aðsend

Hrafnhildur Einarsdóttir byrjaði í Ballettskóla Eddu Scheving aðeins fimm ára að aldri. Allar götur síðan hefur hún tileinkað lífið listgreininni. Hún starfar í dag sem skólastjóri Klassíska listdansskólans og Ballettskóla Guðbjargar Björgvins og ræðir í viðtali listgreinina frá sínu brjóstviti.

Ég byrjaði í ballett þegar ég var fimm ára í Ballettskóla Eddu Scheving. Þegar ég var átta ára fór ég svo yfir í Klassíska listdansskólann, þar sem ég stundaði ballettnám þar til ég varð 17 ára. Þá lagði ég land undir fót og fór til Kanada í dans- og tónlistarnám. Síðan lá leið mín til Rotterdam þar sem ég stundaði nám við Codarts í eitt ár, en eftir það ár þurfti ég að taka mér pásu frá dansinum í nokkra mánuði vegna veikinda. Það voru virkilega mikil vonbrigði og tók á sálarlega, en ég kom mér fljótt aftur á strik og ákvað að fara aftur út í nám. London varð fyrir valinu þar sem ég stundaði þriggja ára nám í dansháskólanum Trinity Laban þaðan sem ég útskrifaðist árið 2009.“

Hrafnhildur hefur unnið ótal ólík dansverkefni bæði hér á landi og erlendis. Hún segir að fyrstu árin hennar eftir skóla hafi hún í raun búið í ferðatösku og flakkaði á milli staða. „Slíkur lífsstíll hentaði mér mjög vel. Þrátt fyrir að vera alltaf á ferðinni, var ég með annan fótinn á Íslandi, bæði vegna fjölskyldunnar en einnig kom ég oft til að kenna í Klassíska listdansskólanum. Kennsla og miðlun þekkingar minnar hefur alltaf verið ástríða hjá mér.“

Heimili fyrir sjálfstætt starfandi danslistamenn

Hún segir að þegar hún hafi komið til Íslands hafi Dansverkstæðið verið að komast á laggirnar. „Dansverkstæðið er heimili fyrir sjálfstætt starfandi danslistamenn. Þar kynntist ég íslenska danssamfélaginu betur og fann fljótt hvað ég brann fyrir því sama og þetta duglega fólk gerir. Að byggja upp sterkara danssamfélag á íslandi. Einnig að efla dansmenntun og svo er auðvitað draumurinn að á Íslandi rísi danshús.“

Falleg uppsetning á klassískum ballett er góð skemmtun.
Falleg uppsetning á klassískum ballett er góð skemmtun. Ljósmynd/Aðsend

Aðspurð segir Hrafnhildur að áhugamál sín tengist almennt dansi og listum, menningu og ferðalögum. „Eins kann ég ákaflega vel við að vinna með fólki. Þegar ég var yngri var ég líka mikið í golfi, ég hef ekki gefið því tíma síðustu árin. En ég reyni að rifja upp sveifluna allavega einu sinni á ári,“ segir Hrafnhildur og brosir.

Hvað er dans í þínum huga?

„Dans er í mínum huga nokkuð sem við fæðumst öll með í okkur. Hann er hluti af mannfólkinu og sést best þegar ungbörn byrja að dilla sér við tónlist löngu áður en þau byrja að ganga. Dansinn er einstakt tjáningarform þar sem ekki er þörf á að nota orð. Það er margsannað hvað dansinn er góður fyrir heilsuna, bæði fyrir líkama og sál.“

Hún segir að bakgrunnur hennar sé í klassískum ballett. „Mér þykir mjög vænt um að halda vel utan um klassíkina en einnig þykir mér mikilvægt að fá að kynnast öðrum dansstílum líka. Þá hef ég sjálf fundið mig vel í nútíma- og samtímadansi og fundist mikilvægt að vera opin fyrir því sem er að gerast hverju sinni.“

Hvernig lýsir þú starfsemi Klassíska listdansskólans í dag?

„Guðbjörg Astrid Skúladóttir stofnaði Klassíska listdansskólann árið 1993. Skólinn býður upp á nám í klassískum ballett og nútíma/samtímadansi fyrir nemendur frá þriggja ára aldri. Árið 2006 stofnaði hún einnig framhaldsbraut sem er viðurkennd af menntamálaráðuneytinu þar sem hægt er að leggja áherslu bæði á klassískan ballett og nútíma/samtímadans. Hún hefur lagt hjarta sitt alla leið í þennan faglega skóla með það markmið að undirbúa nemendur það vel að þeir geti farið út í atvinnumennsku ef þeir óska sér. Mér gafst það tækifæri að taka við sem skólastjóri síðastliðið haust og ég legg áherslu á að halda vel utan um alla þá faglegu vinnu sem Guðbjörg Astrid hefur sett inn í skólann og kennt mér. Hún er enn til staðar til að gefa okkur góð ráð. Hins vegar langaði mig að gera dans aðgengilegri fyrir alla og bjóða einnig nemendum skólans að kynnast óhefðbundnum verkefnum utan hefðbundinnar námskrár til að efla þá enn frekar. Einnig höfum við bætt við tveimur „prógrömmum“ sem ég er mjög stolt af.

Annars vegar er undirbúningsnám fyrir framhaldsbraut þar sem fólki býðst að koma í mjög krefjandi dansnám þó að það byrji seint og hins vegar ungdanshóp sem kallast „FWD Youth Company“ sem er ætlaður ungum dönsurum sem hafa lokið framhaldsbraut og langar að þróa sig enn frekar sem dansara. Það er virkilega mikil og góð samvinna meðal starfsfólks og kennara skólans. Ég vinn alla vinnu Dansgarðsins í nánu samstarfi við Ernesto Camilo Aldazabel Valdes og allt það góða fólk sem er að byggja upp þetta ævintýri með okkur.“

Samspil ljósa, listdans og tónlistar skapa hugrif sem fólk man ...
Samspil ljósa, listdans og tónlistar skapa hugrif sem fólk man í langan tíma á eftir. Ljósmynd/Aðsend

En Ballettskóla Guðbjargar Björgvins?

„Guðbjörg Björgvins stofnaði ballettskóla Guðbjargar Björgvins árið 1982, en líkt og Guðbjörg Astrid er hún ofurkona sem brennur fyrir þessari vinnu og hafa gefið svo ótal mörgum dönsurum góða og einlæga kennslu í gegnum árin. Okkur í Dansgarðinum bauðst að bæta við Ballettskóla Guðbjargar í garðinn okkar. Við erum spennt fyrir þeirri viðbót.“ Hún segir Ballettskóla Guðbjargar Björgvins bjóða upp á dansnám fyrir nemendur frá þriggja ára aldri, en þar er einnig boðið upp á ballettíma fyrir fullorðna, sem hentar öllum. Ballettskóli Guðbjargar Björgvins er með starfsemi sína á Eiðistorgi.

Vinnusmiðjur fyrir hælisleitendur

Hvað getur þú sagt mér um Dansgarðinn?

„Dansgarðurinn er regnhlífarverkefni sem er með það markmið að gera dans aðgengilegri fyrir alla auk þess að bjóða upp á faglega menntun í klassískum ballett, nútímadansi, samtímadansi, skapandi dansi og fræðslu.

Síðastliðinn vetur hefur verið mjög viðburðaríkur og má þar nefna verkefnið Dans fyrir alla, þar sem leiðbeinendur frá Dansgarðinum hafa boðið upp á skapandi dans í leikskólum og frístundaheimilum, auk þess sem grunnskólabörn og kennarar þeirra hafa komið í heimsókn til okkar í Dansgarðinn í dansfræðsludag. Einnig höfum við verið með vinnusmiðjur með hælisleitendum. Þessi verkefni hafa verið möguleg vegna samstarfs við Reykjavíkurborg og List fyrir alla.“

Að lokum segir Hrafnhildur að hún voni að í framtíðinni verði sett meira fjármagn í dansmenntun og danslist í landinu. „Við höfum mikinn áhuga á ýmsum samstarfsverkefnum bæði hérlendis og erlendis, og munum halda áfram að styrkja og rækta slík tengslanet.“

Gengur illa að búa til fræg vörumerki

16:00 Viggó Jónsson er annar stofnenda og eigenda Jónsson & Le'macks. Hann hefur unnið mikið fyrir orkufyrirtækin í gegnum árin.   Meira »

Innlit í baðherbergi ofurfyrirsætu

13:02 Baðherbergið er í sama rými og svefnherbergið á heimili fyrirsætunnar Miröndu Kerr og eiginmanns hennar, Evan Spiegel, stofnanda Snapchat. Meira »

Þrjár kynslóðir í Dolce & Gabbana

09:10 Dolce & Gabbana sýndi nýja fatalínu á tískusýningunni í Mílanó á dögunum. Ítalska leikkonan Isabella Rossellini kom fram á sýningunni ásamt dóttur sinni og barnabarni. Meira »

Jólin koma snemma í ár

06:00 Mestu jólabörn landsins ættu ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur þar sem senn er hægt að hefja niðurtalningu að jólum. Ef þú ert alvörusælkeri jafnast fátt á við að telja niður að jólum með jóladagatali Lakrids by Johan Bülow. Í ár kemur dagatalið í hefðbundinni stærð ásamt fjölskyldustærð. Meira »

7 góðar stellingar fyrir einn stuttan

Í gær, 23:59 Það er alltaf tími fyrir kynlíf hvort sem þú ert að drífa þig í vinnuna eða hreinlega í vinnunni, enda þarf kynlíf ekki að taka langan tíma. Þá er gott að muna eftir vel völdum kynlífsstellingum. Meira »

Getur fitusog fjarlægt ístruna á Jóni?

Í gær, 21:00 „Ég er miðaldra karl með ístru og náraspik sem mig langar að losna við. Ég er hvergi annarsstaðar með fitu á líkamanum. Þannig að mig langar að fara í fitusog, svo spurningin er hvað myndi það kosta?“ Meira »

Hvenær er best að taka bætiefnin inn?

Í gær, 18:00 „Þumalputtareglan er að taka bætiefnin með eða strax eftir mat, þar sem sum bætiefni geta valdið brjóstsviða ef þau eru tekin á fastandi maga. Ef morgunverðurinn er ekki staðgóður er ekki ráðlegt að taka mikið af bætiefnum með honum. Þá er betra að taka þau með hádegis- eða kvöldmat.“ Meira »

Baddi í Jeff Who? á lausu en til í kærustu

í gær Bjarni Lárus Hall söngvari Jeff Who? er á lausu en væri alveg til í að eignast kærustu bráðum. Þessu greindi hann frá í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Meira »

„Alli ríki“ hélt tryllt Gatsby-afmæli í Iðnó

í gær Glamúr-teiti helgarinnar var án efa haldið í Iðnó á laugardagskvöldið þegar Aðalsteinn Jóhannsson fagnaði því að hann væri orðinn fertugur. Aðalsteinn er kallaður „Alli ríki“ vegna velmegunar sinnar. Meira »

Guðdómlegt nútímaheimili í 203

í gær Ef þig langar í hús á einni hæð sem er súpervel skipulagt með fallegum innréttingum þá er þetta kannski hús fyrir þig. Það er 180 fm og byggt 2013. Meira »

Föt sem ætti að banna í ræktinni

í gær Er réttur brjóstahaldari og skór ofan í íþróttatöskunni þinni? Æfingin verður betri ef þú klæðir þig rétt í ræktinni.   Meira »

Missti báða foreldra og langar í barn

í fyrradag „Mínir stærstu draumar voru alltaf að eiga stóra fjölskyldu. Ég ætlaði að eignast fimm börn og þar með vera umkringd ást og umhyggju. Í dag stend ég hins vegar frammi fyrir því að treysta mér ekki í að eignast fleiri börn því ég á ekkert tengslanet á bak við mig.“ Meira »

María Jóna selur raðhúsið í Garðabæ

í fyrradag María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu.   Meira »

Fegrunarráð Gemmu Chan

23.9. Leikkonan Gemma Chan hefur fengið orð á sig fyrir að vera nútíma Audrey Hepburn. Hún er klassísk og alltaf vel til höfð. Hvernig fer hún að því að fá húðina til að ljóma á þennan hátt? Meira »

Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

23.9. Þegar Blake Lively klæðist jakkafötum er það fréttaefni en ekki þegar karlarnir við hlið hennar gera það. Leikkonan hvetur konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strítt fyrir það. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

23.9. „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

23.9. Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

22.9. Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

22.9. Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

22.9. Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

22.9. Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »