Einfaldar leiðir til að auka tekjurnar

Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching.
Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

„Margir eru í þeim sporum að geta ekki aukið tekjurnar á núverandi vinnustað. Þar geta legið ýmsar ástæður að baki. Ein gæti verið sú að fyrirtækið hefur ekki bolmagn til að greiða hærri laun en þú sættir þig við núverandi launakjör í von um að bráðum komi betri tíð,“ segir Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching í sínum nýjasta pistli: 

Önnur ástæða gæti verið að þú gegnir stjórnendastöðu og kemst hvorki hærra í metorðastiganum né á launaskalanum. Launin eru jafnvel samkeppnishæf á markaði – en greiðslubyrði þín er það þung að lítið má út af bera. Þetta á sérstaklega við á þessum árstíma þegar jólahátíðin er á næsta leiti og útgjöldin meiri en ella. Það er nefnilega sama hversu há launin eru, það getur reynt á þolrifin að hafa aðeins úr ákveðnu að moða.

En hvað er til ráða til að auka tekjurnar?

Sumir vinna aukavinnu til hliðar við aðalstarf. Þessi vinna er þá gjarnan unnin á kvöldin og/eða um helgar. Þetta fyrirkomulag hefur ýmsa vankosti í för með sér, til dæmis mikið álag og takmarkaðan hvíldartíma. En þetta er þó leið til að auka tekjurnar og margir velja hana, að minnsta kosti tímabundið.

Önnur leið til að auka tekjurnar hefur færst í aukana á undanförnum árum og hún er sú að leigja út íbúðarhúsnæði sitt að hluta til. Þessi leið er sérstaklega vinsæl hjá þeim sem deila forræði og hafa börnin hjá sér aðra hverja viku. Þá viku sem fólk er barnlaust, flytur það þá gjarnan út úr húsnæði sínu og leigir það út til ferðafólks í nokkra daga í senn. Þessi leið er vel til þess fallin að auka tekjurnar en hentar þó ekki öllum.

Deilihagkerfið býður ýmsa aðra valkosti til tekjuöflunar og ein er sú að leigja út bílinn sinn. Þá geta þeir sem eru bíllausir eða jafnvel ferðamenn tekið einkabíla á leigu, allt frá nokkrum klukkustundum og upp í nokkra daga. Þessi leið hefur til dæmis notið vinsælda í Skandinavíu á undanförnum árum. Þar er einnig vinsælt að leigja út tæki og tól sem aðrir gætu haft not fyrir, svo sem eins og saumavélar, vélsagir, borvélar, snjómoksturstæki og annað í þeim dúr.

Til sölu

Önnur leið til tekjuöflunar er að taka til í geymslunni, bílskúrnum, skápunum og/eða á háaloftinu. Þar getur leynst ýmislegt sem má koma í verð, eins og til dæmis húsgögn, fatnaður, bækur, málverk, skartgripir, búnaður til íþróttaiðkunar og svo mætti lengi telja. Þetta er einnig umhverfisvæn leið, því með því að selja það sem þú notar ekki, geturðu stuðlað að því að minna sé framleitt.

Þeir sem eru lagnir við prjónaskap, útsaum, smíðar og annað slíkt, geta selt afurðir sínar til að drýgja tekjurnar.

Er hægt að lækka kostnað?

En hvort sem þér hugnast einhver af áðurtöldum aðferðum til fjáröflunar eður ei, er alltaf gott að skoða kostnaðarhliðina reglulega. Er ef til vill kominn tími til að skipta um síma- og netþjónustu? Eða væri ráð að hafa samband við tryggingafélagið og endurskoða þjónustuna? Ertu áskrifandi að þjónustu sem þú notar ekki?

Eyðir þú peningum í eitthvað sem þú gætir sleppt (þó ekki væri nema tímabundið) í þeim tilgangi að lækka kostnað? 

Peningar á lausu

Sumir eru með lausafé í vösum, milli sætanna í bílnum, í krukkum og annars staðar. Það er góð regla að safna saman lausafé að minnsta kosti á þriggja mánaða fresti. Ein leið er að fá sér sparibauk. Önnur leið er að safna lausafénu saman og nota það í ákveðnum tilgangi. Til dæmis til að kaupa jólagjafir!

mbl.is

Henti tugum þúsunda í ruslið

11:46 Ebba Sig eyddi eitt sinn aðfangadagskvöldi úti í ruslageymslu við peningaleit. „Það er afar sjaldgæft að ég hjálpi við tiltekt, af því ég borða alltaf yfir mig, þannig að þetta hlaut að enda illa.“ Meira »

Rut Kára: „Svörtu-loftin stækka rýmið“

05:10 Rut Káradóttir innanhússarkitekt hefur verið leiðandi í hönnun á íslenskum heimilum síðan hún kom heim úr námi frá Ítalíu fyrir meira en tveimur áratugum. Hún notar sitt eigið heimili sem tilraunastofu og segir að það sé miklu betra að selja fólki sem hún er að hanna fyrir hugmyndir þegar það getur séð hvernig hlutirnir líta út í raun og veru. Hún segir líka að það að fá innanhússarkitekt spari fólki mikla peninga. Meira »

Heimilislæknir selur rándýrt hús við sjóinn

Í gær, 21:00 Heimilislæknirinn Torbjörn Andersen og eiginkona hans, Eygló Jónsdóttir, hafa sett einbýlishús sitt við Sæbraut 17 á sölu.   Meira »

Anna Margrét og Laufey buðu í flott partí

Í gær, 19:00 Útgáfuhóf barnabókarinnar Milli svefns og Vöku eftir Önnu Margréti Björnsson og Laufeyju Jónsdóttur var haldið að viðstöddu góðmenni á Hlemmi Square síðastliðið fimmtudagskvöld. Sagt var frá bókinni sem er tileinkuð Ásu Georgíu, dóttur Önnu Margrétar, sem fékk blóm í tilefni dagsins. Meira »

Svona fer Chris Pratt að því að grennast

Í gær, 15:00 „Virkar frekar vel og ég hef misst nokur kíló nú þegar,“ sagði leikarinn Chris Pratt um föstuna sem hann er á en hann hvetur fólk til þess að kynna sér málið enn frekar. Meira »

Svona bjuggu Katrín og Pippa

í gær Áður en Katrín gekk að eiga Vilhjálm Bretaprins bjó hún með systur sinni í notalegri íbúð í eigu foreldra þeirra í Chelsea-hverfinu í London. Meira »

Algeng hönnunarmistök í svefnherberginu

í gær Þó að fólk geri fátt annað en að sofa í svefnherberginu ætti herbergið ekki að bíða afgangs. Listaverk og fjölbreytt lýsing er meðal þess sem ætti að fá að njóta sín í svefnherberginu líkt og í stofunni. Meira »

Æskan hefur áhrif á hjónalíf fullorðinsára

í fyrradag Linda Baldvinsdóttir segir að tengsl okkar við foreldra í æsku hafi miklu meiri áhrif á tengsl okkar á fullorðinsárum en við gerum okkur grein fyrir. Meira »

Í gömlum kjól af mömmu 23 árum seinna

í fyrradag Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar mætti í 23 ára gömlum kjól af móður sinni þegar Nóbelsverðlaunahöfum ársins 2018 var fangað í Stokkhólmi. Meira »

Snákurinn sem táknar óendanleikann

í fyrradag „Við erum söm við okkur að því leyti að heimur táknanna er okkur endalaus innblástur. Að þessu sinni er það Ouroboros, snákurinn sem hringar sig og bítur í skottið á sér, hann byrjar hvorki né endar. Þannig minnir Ouroboros okkur á eilífa hringrás lífs og dauða.“ Meira »

Meghan Markle mætti óvænt og sló í gegn

11.12. Meghan Markle mætti öllum að óvörum á bresku tískuverðlaunin þar sem hún veitti Claire Waight Keller verðlaun. Keller hannaði brúðarkjól hertogaynjunnar fyrr á þessu ári. Meira »

Hjónarúmið í aðalhlutverki í stofunni

11.12. Við Njálsgötu í Reykjavík hefur fjölskylda búið sér fallegt heimili. Hjónaherbergið er inni í stofunni og býr til heillandi heildarmynd. Meira »

Jólagjafir fyrir hana sem munu slá í gegn

11.12. Þegar kemur að því að velja jólagjöfina hennar er úr miklu að moða í verslunum borgarinnar um þessar mundir. Jólagjafir hafa alls konar merkingu í huga fólks. Sumir kaupa einungis lúxus um jólin en aðrir vilja vera praktískir. Meira »

Fólk ætti að vakna ekki seinna en sex

10.12. Það hljómar eins og hræðileg hugmynd að vakna klukkan sex á morgnana en rannsókn sýnir þó að fólk sem vaknar snemma er hamingjusamara. Meira »

Styrkja Kristínu Sif á erfiðum tímum

10.12. Maður Kristínar Sifjar útvarpskonu á K100 féll fyrir eigin hendi fyrr í þessum mánuði. Siggi Gunnars, dagskrárstjóri K100 og spinning-kennari, ætlar að leggja sitt af mörkum ásamt Hafdísi Björgu. Meira »

Pattra mætti með Atlas Aron

10.12. Pattra Sriyanonge bloggari og eiginkona Theódórs Elmars Bjarnasonar fótboltamanns lét sig ekki vanta þegar HAF Store bauð í teiti á dögunum til að fagna nýju ilmkerti, VETUR, og úrum. Hún mætti með soninn Atlas Aron sem er alveg að verða tveggja ára. Meira »

Allt að gerast á pósunámskeiði fyrir fitness

10.12. Um næstu helgi fer fram mótið Iceland Open og er stór hópur frá Íslandi að fara að taka þátt. Spennan var í hámarki á pósunámskeiði sem fram fór um helgina. Meira »

Hvíta jólatréð lifir enn góðu lífi

10.12. Hödd Vilhjálmsdóttir lögfræðingur og almannatengill á afmæli 21. desember og því eru jólin svolítið hennar tími þótt hún vilji ekki kannast við það að vera mesta jólabarn í heimi. Meira »

Friðrik Ómar býr í piparsveinahöll í 101

10.12. Söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson skildi fyrr á þessu ári eftir langa sambúð. Hann flutti í hjarta 101 og hefur komið sér vel fyrir. Meira »

Ógeðslega flottir búningar!

9.12. Kvikmyndin Suspiria er fagurfræðilega ein áhugaverðasta kvikmynd síns tíma. Efni þessarar greinar eru búningar kvikmyndarinnar sem munu án efa hafa mikil áhrif á tískuna á komandi misserum. Meira »

Stalst í snyrtivörur Victoriu

9.12. David Beckham viðurkennir í nýju viðtali að hann hafi lengi notað snyrtivörur eiginkonu sinnar. Nú notar hann skrúbba, maska og hinar ýmsu vörur og segir það ekki femnismál meðal karla lengur. Meira »