Hvernig geta listamenn framfleytt sér?

Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching.
Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

„„Það dregur ákaflega úr sköpunarkraftinum að hafa fjárhagsáhyggjur,“ sagði ung myndlistarkona þegar ég spurði hana hvernig henni gengi að sjá sér farborða.  

Þó nokkrir listamenn hafa tjáð mér að það sé nær ómögulegt að lifa á listinni á Íslandi. Sumir vinna við kennslu til að drýgja tekjurnar og aðrir vinna önnur störf til að geta haldið áfram að sinna listinni,“ segir Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Gildi skapandi greina

Árið 2012 kom út skýrsla á vegum stjórnvalda sem ber yfirskriftina: Skapandi greinar – sýn til framtíðar. Þar er meðal annars vísað til hagrænnar rannsóknar sem gerð var á framlegðaráhrifum skapandi greina. Þar kemur einnig skýrt fram að þó efnahagslegt vægi skapandi greina sé sannarlega mikilvægt, hafi þær þó fyrst og fremst listrænt og samfélagslegt gildi.

„Skapandi greinar snerta mörg svið atvinnulífs og samfélags. Má nefna að þær hafa í auknum mæli áhrif á aðrar atvinnugreinar t.d. ferðaþjónustu. Þar sem listrænar og menningarlegar upplifanir skipta æ meira máli sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn.“ (Skapandi greinar – sýn til framtíðar, bls. 47)

Hróður íslenskrar listar og menningararfs hefur borist víða undanfarin ár, enda hefur fjöldi ferðamanna aukist til mikilla muna og hluta þeirrar aukningar má rekja til fjölskrúðugs listalífs á Íslandi.

Undirstaða skapandi greina er skapandi fólk. Skapandi hugsun nýtist í ýmsum greinum og mikilvægi hennar kemur til með að aukast á komandi árum eftir því sem fjórðu iðnbyltingunni fleytir fram. Öll getum við því verið sammála um mikilvægi þess að tryggja skapandi fólki grundvöll til að vaxa og dafna á íslenskri grundu.

Þó að aðgengi að fjármagni hafi aukist og styrkjamöguleikar fjölmargir, krefst það bæði skipulags og lagni að sækja um styrki og mörgum finnst það flókið.

Hvernig er hægt að styrkja innviðina?

Mörg sitjum við uppi með peningahugmyndir sem standa í vegi fyrir framgangi okkar. Með því að bera kennsl á þær getum við breytt afstöðu okkar til peninga.

Mýtan um fátæka listamanninn er alls ekki sönn þó að hún sé svo sannarlega lífseig.

Þess vegna býður undirrituð fólki úr skapandi greinum að skrá sig á vinnustofu sem haldin er í húsakynnum Sambands íslenskra myndlistarmanna fimmtudaginn 29. nóvember.

Þessi vinnustofa er fyrir þig ef þú vilt læra hvernig þú getur beitt innsæinu til að ná árangri á fjármálasviðinu. Þú hefur áhuga á tileinka þér nýstárlegan hugsunarhátt tengt peningum, því þú hefur fengið nóg af innri togstreitu og ert tilbúin/n að breyta sambandi þínu við peninga.

Við förum einnig yfir styrkjamálin og lærum aðferðir sem hægt er að nýta sér til að sækja um styrki – og fá þá.  HÉR er hægt að skoða vinnustofuna nánar. 

mbl.is

Þetta ljúga konur um í kynlífi

18:00 Fæstir eru 100 prósent heiðarlegir við bólfélaga sína. Konur ljúga ekki endilega til um kynferðislega ánægju.  Meira »

Arnar Gauti mætti á nýja staðinn í Mosó

15:31 Blackbox opnaði nýjan stað í Mosfellsbæ og áður en staðurinn var formlega opnaður mættu Arnar Gauti, Ásgeir Kolbeins, Jóhannes Ásbjörnsson, Hulda Rós Hákonardóttir, Skúli á Subway og fleiri til að smakka. Meira »

Þetta er hollasta fitan sem þú getur borðað

12:00 Krabbamein er algeng dánarorsök sem einkennist af stjórnlausum vexti fruma í líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt að fólk í Miðjarðarhafslöndum er í hlutfallslega minni hættu á að fá krabbamein og sumir hafa getið sér þess til að ólífuolía hafi eitthvað með þetta að gera. Meira »

Klæddu þig upp á í kjól um páskana

11:00 Ljósir rómantískir kjólar eru í tísku þessa páskana. Gulur er að sjálfsögðu vinsæll litur á þessum árstíma. En fleiri litir koma til greina. Meira »

Andlega erfitt að grisja og flytja

05:00 Listakonan Anna Kristín Þorsteinsdóttir hefur enga tölu á því hversu oft hún hefur flutt um ævina en síðustu tíu árin hefur henni þó tekist að skjóta rótum á sama stað. Meira »

Hilmar hætti að drekka og fékk nýtt líf

Í gær, 20:00 Hilmar Sigurðsson sneri lífi sínu við eftir að hafa farið í meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann segir alkóhólismann vera sjálfhverfan sjúkdóm og ein besta leiðin til að sigrast á honum sé að hjálpa öðrum. Meira »

Ætlar að nýta páskana í að mála

Í gær, 19:00 Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og eigandi Nielsen hönnunarstofu, býr á Seltjarnarnesi ásamt eiginmanni og þremur börnum.  Meira »

Maja heldur kolvetnalausa páska

í gær Anna María Benediktsdóttir eða Maja eins og hún er vanalega kölluð skreytir fallega hjá sér fyrir páskana. Hér gefur hún nokkur góð ráð, meðal annars hvernig upplifa má góða sykurlausa páska. Meira »

Getur verið að tengdó sé spilafíkill?

í gær Ég hef staðið manninn minn að því að vera lána föður sínum peninga og oftar en ekki skila þessir peningar sér ekki. Ég hef reynt að ræða þetta við hann og alltaf segist hann sammála mér og hann ætli að hætta þessu en svo næsta sem ég veit að þá er hann búinn að lána honum meira. Meira »

Thelma hannaði töfraheim fyrir fjölskyldu

í gær Thelma Björk Friðriksdóttir innanhússarkitekt hannaði ákaflega heillandi heimili utan um fjögurra manna fjölskyldu.  Meira »

Geggjaður retró-stíll í 101

í fyrradag Við Framnesveg í Reykjavík stendur 103 fm raðhús sem byggt var 1922. Búið er að endurnýja húsið mikið og er stíllinn svolítið eins og að fólk gangi inn í tímavél. Meira »

Páska skraut á skandinavíska vísu

í fyrradag Skandinavísk hönnun er vinsæl víða. Páskaskraut á skandinavíska vísu er vinsælt um þessar mundir, sér í lagi á meðal þeirra sem aðhyllast minimalískan lífsstíl. Það er ódýrt og fallegt að setja saman það sem til er á heimilinu og skreyta þannig fyrir páskana. Meira »

Svona heldur þú heilsusamlega páska

18.4. Þegar fólk breytir um lífsstíl og mataræði á það stundum erfitt með að takast á við hátíðir eins og páskana, því þá vill það sogast inn í gamlar hefðir og vana. Meira »

Svona býrðu til „Power Spot“

18.4. Japanski tiltektarsnillingurinn Marie Kondo fer eins og stormur um heiminn með heimspeki sína sem fjallar í stuttu máli um að einfalda lífsstílinn og halda einungis í það sem veitir ánægju. Meira »

Kærastinn spilar rassinn úr buxunum

18.4. „Þannig er að kærastinn minn er að eyða nánast öllum peningunum sínum í alls konar veðmál á netinu. Hann segir að þetta séu alls konar íþróttaleikir en vill ekki sýna mér nákvæmlega hvað þetta er og kannski skiptir ekki máli. Aðaláhyggjurnar mínar eru að síðustu mánuði hef ég verið að borga alla reikninga þar sem hann er búinn að eyða sínum og hann afsakar þetta með hinu og þessu.“ Meira »

10 gul dress sem minna ekki á páskaunga

17.4. Tískulöggur hafa gefið grænt ljós á gult frá toppi til táar en það er þó hægara sagt en gert ef þú vilt ekki líta út eins og fugl ofan á páskaeggi. Meira »

Fór á svakalegan megrunarkúr

17.4. „Ég er svöng,“ segir Beyoncé í nýrri heimildarmynd þar sem hún segist hafa hætt að borða brauð, sykur, kolvetni, mjólkurvörur, fisk og kjöt til þess að komast í form eftir barnsburð. Meira »

Buxurnar sem eru að gera allt brjálað

17.4. Diane Keaton fær Hollywood-stjörnur til að slefa yfir buxum sem einhver myndi segja að væru löngu dottnar úr tísku.   Meira »

Inga Lind í Kokkaflakks-teiti

17.4. Inga Lind Karlsdóttir framleiðandi hjá Skot lét sig ekki vanta í frumsýningarteiti Kokkaflakks en þættirnir eru í umsjón Ólafs Arnar. Meira »

Við erum greinilega að gera eitthvað rétt

17.4. Kolbrún Kristjánsdóttir segir að það sé furðuleg upplifun að aðrir stæli stofuna þeirra Portið sem opnaði nýlega.   Meira »

Fasteignamarkaðurinn er að lifna við

17.4. Dregið hefur úr óvissu í atvinnulífinu og því hægt að reikna með meiri umsvifum á fasteignamarkaði. Velja þarf fasteign sem hentar bæði þörfum og fjárhag fjölskyldunnar. Meira »