Aðeins 2% láta draumana rætast

Það eru allt of fáir sem láta raunverulega drauma sína ...
Það eru allt of fáir sem láta raunverulega drauma sína rætast. mbl.is/ThinkstockPhotos

„Nýlega átti ég samræður sem snéru að æskudraumi mínum. Í kjölfar samtalsins áttaði ég mig á að þessi draumur hefur haft djúpstæð áhrif á líf mitt þrátt fyrir að ég hafi ekki enn upplifað hann, ef svo má segja.

Eitt sinn munaði litlu að hann yrði að veruleika og ég vann að því öllum árum að svo gæti orðið. En stundum er eins og örlögin grípi hreinlega inn í atburðarásina og hlutir æxlast öðruvísi en áætlað var,“ segir Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching, í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Brostnar vonir og óorðnir draumar geta þó verið til góðs. Flest getum við litið yfir farinn veg og séð að þegar við stóðum á krossgötum og einar dyr lokuðust, opnuðust aðrar. Auðvitað veit enginn hvernig lífið sem ekki var lifað hefði getað orðið, en við vitum þó að við eigum daginn í dag og við höldum í vonina um það sem framtíðin ber í skauti sér.

Framtíðarsýnin og núið

Jafnvægið milli framtíðarsýnar og þess að lifa í núinu, reynist mörgum flókið. Sum löðumst við að sífellt stærri markmiðum og gleymum jafnvel (eða leyfum okkur ekki) að fagna áfangasigrunum. Margir þekkja af biturri reynslu að slíkt munstur getur leitt til þess að kertið brennur í báða enda. Afleiðingar kulnunar geta verið dýrkeyptar og einkennin þrálát.

Fólk á miðjum aldri (og á öllum aldri reyndar) upplifir oft sterklega að hafa ekki nýtt hæfileika sína sem skyldi. Að hafa ekki knúið á dyr og látið til sín taka svo um munaði. Látið drauma sína rætast. Slík eftirsjá getur alið af sér hugsanir um tilgangsleysi og jafnvel leitt til biturðar.

En hvað er til ráða þegar fólk upplifir að hafa ekki lifað lífinu til fullnustu?

Frá óskhyggju til framkvæmdar

Napoleon Hill er mörgum kunnur enda eru bækur hans grunnur að mörgu því efni sem unnið er eftir í markmiðasetningu og sjálfs-þróun ýmiss konar. Hill, sem ritaði verk sín á fyrri hluta síðustu aldar, komst að því að skipta má fólki í sex hópa eftir því hvernig það nálgast drauma sína.

Fyrsti hópurinn eða um 70% fólks fer í gegnum lífið og með óskhyggjuna eina að vopni. Þessi hópur sagði hann að léti þar við sitja – að óska sér.

Annar hópur eða um 10% fólks, tekur næsta skref, sem er að þrá.

Þriðji hópurinn eða um 8%, þróar óskir og þrár þannig að úr verður von.

Fjórði hópurinn býr yfir tiltrú (e. belief) á því að úr verði en þessi hópur ku vera um 6% fólks.

Fimmti hópurinn eða um 4% fólks, fetar öll skrefin hér að framan en bætir svo við brennandi þrá. Þessi hópur hefur þar að auki trú (e. faith).

Aðeins 2% fólks tilheyra þeim hópi sem stígur lokaskrefin tvö, sem felast í því að gera áætlun og framkvæma svo áætlunina.

Nýrri rannsóknir hafa bent til að um 5% fólks skrifi niður markmið sín, geri áætlun og hrindi svo í framkvæmd.

Lítil þúfa lyftir oft þungu hlassi

Áðurnefnt uppgjör við brostna drauminn, sem var kveikjan að þessum pistli, veitti mér óvæntan innblástur. Að morgni dags síðla sumars, dustaði ég rykið af nokkrum góðkunnum draumum sem virtust meira eins og aftursætisbílstjórar sem gerðu vart við sig öðru hvoru. Sumir voru afgreiddir og vinsamlega sendir áfram til annarra dreymenda á meðan aðrir fengu sæti í farþegasætinu að framanverðu.

Að hætti Napoleon Hill voru framangreind skref stigin samviskusamlega, uns ásættanleg framkvæmdaáætlun hafði litið dagsins ljós. Og viti menn, örfáum vikum síðar eru sumir draumanna þegar orðnir að veruleika.

Áttu þér draum í leynum kæri lesandi? Ef svo er, hvers vegna ekki að gera áætlun um að láta drauminn verða að veruleika? Hafðu samband ef þig vantar hjálp.

Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching.
Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
mbl.is

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

22:00 Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

19:00 Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

16:22 Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

12:37 Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

09:21 „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

05:33 Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

Í gær, 23:00 „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

í gær Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »

Boxar og sippar til að vera í toppformi

í gær Gigi Hadid vekur athygli víða fyrir að vera í frábæru formi. Womens Health tímaritið fór yfir hvað fyrirsætan gerir til að halda sér í formi. Meira »

Fögnuðu húsnæði og hakkarakeppninni

í gær Tölvuöryggisfyrirtækið Syndis bauð í innflutningspartí á dögunum í tilefni af því að fyrirtækið flutti í Katrínartún 4. Á sama tíma veitti fyrirtækið verðlaun í IceCFT hakkarakeppninni. Meira »

Páll Rafnar selur íbúðina við Garðastræti

í gær Páll Rafnar Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, hefur sett sína huggulegu íbúð á sölu. Meira »

Það sem franskar konur gera aldrei

í gær Franskar konur hafa orð á sér fyrir að gera hlutina rétt þegar kemur að tískunni. Það eru nokkrir hlutir sem þær klikka aldrei á. Meira »

Morgundrátturinn gerir þig betri í vinnunni

í gær Kynlíf virðist oft vera svarið við öllum vandamálum. Kynlíf á morgnana er frábært ráð ef þú átt erfitt með að vakna. Það gæti líka hjálpað ef þú átt í erfiðleikum í vinnunni. Meira »

Allir geta lært nýja hluti

í fyrradag Erla Aradóttir hefur starfað sem kennari í yfir 40 ár. Hún stofnaði árið 1993 skólann Enska fyrir alla og leggur metnað sinn í að færa landsmönnum þá þekkingu sem þeir vilja öðlast á enskri tungu. Meira »

Sleppir aldrei þessari æfingu

16.9. Kourtney Kardashian er í hörkuformi og ekki að ástæðulausu enda gerir hún kassahopp á hverjum degi.   Meira »

Pínulítið geggjað samfélag

16.9. Margrét Grímsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ. Þar er boðið upp á 4 vikna streitumeðferð sem Margrét stýrir. Meira »

71 árs í fantaflottu formi

16.9. Leikkonan Susan Lucci er búin að finan út hvernig maður heldur sér í formi á áttræðisaldri. Aldur er greinilega afstæður!  Meira »

Ferillinn fór á flug eftir fertugt

16.9. Stóra tækifærið kemur ekki endilega fyrir þrítugt. Ferill margra þekktra kvenna fór ekki á flug fyrr en um fertugt, jafnvel sextugt. Meira »

Ballett fer aldrei úr tísku

16.9. Lára Stefánsdóttir lætur til sín taka og kennir pilates í eigin rekstri og hot barre fit-tíma í Hreyfingu.  Meira »

Ert þú í gáfaðasta stjörnumerkinu?

15.9. Fræðimenn hafa ályktað hvaða stjörnumerki eru þau gáfuðustu með því að fara í gegnum alla nóbelsverðlaunahafa.   Meira »

Hélt fram hjá með yfirmanninum

15.9. „Eiginmaður minn varð tortrygginn. Til þess að bjarga hjónabandi mínu þurfti ég að gera minna úr hlutunum og segja að ekkert væri í gangi. Það hefði líka flækt hlutina mjög mikið í vinnunni ef einhver hefði komist að þessu.“ Meira »