Aðeins 2% láta draumana rætast

Það eru allt of fáir sem láta raunverulega drauma sína ...
Það eru allt of fáir sem láta raunverulega drauma sína rætast. mbl.is/ThinkstockPhotos

„Nýlega átti ég samræður sem snéru að æskudraumi mínum. Í kjölfar samtalsins áttaði ég mig á að þessi draumur hefur haft djúpstæð áhrif á líf mitt þrátt fyrir að ég hafi ekki enn upplifað hann, ef svo má segja.

Eitt sinn munaði litlu að hann yrði að veruleika og ég vann að því öllum árum að svo gæti orðið. En stundum er eins og örlögin grípi hreinlega inn í atburðarásina og hlutir æxlast öðruvísi en áætlað var,“ segir Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching, í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Brostnar vonir og óorðnir draumar geta þó verið til góðs. Flest getum við litið yfir farinn veg og séð að þegar við stóðum á krossgötum og einar dyr lokuðust, opnuðust aðrar. Auðvitað veit enginn hvernig lífið sem ekki var lifað hefði getað orðið, en við vitum þó að við eigum daginn í dag og við höldum í vonina um það sem framtíðin ber í skauti sér.

Framtíðarsýnin og núið

Jafnvægið milli framtíðarsýnar og þess að lifa í núinu, reynist mörgum flókið. Sum löðumst við að sífellt stærri markmiðum og gleymum jafnvel (eða leyfum okkur ekki) að fagna áfangasigrunum. Margir þekkja af biturri reynslu að slíkt munstur getur leitt til þess að kertið brennur í báða enda. Afleiðingar kulnunar geta verið dýrkeyptar og einkennin þrálát.

Fólk á miðjum aldri (og á öllum aldri reyndar) upplifir oft sterklega að hafa ekki nýtt hæfileika sína sem skyldi. Að hafa ekki knúið á dyr og látið til sín taka svo um munaði. Látið drauma sína rætast. Slík eftirsjá getur alið af sér hugsanir um tilgangsleysi og jafnvel leitt til biturðar.

En hvað er til ráða þegar fólk upplifir að hafa ekki lifað lífinu til fullnustu?

Frá óskhyggju til framkvæmdar

Napoleon Hill er mörgum kunnur enda eru bækur hans grunnur að mörgu því efni sem unnið er eftir í markmiðasetningu og sjálfs-þróun ýmiss konar. Hill, sem ritaði verk sín á fyrri hluta síðustu aldar, komst að því að skipta má fólki í sex hópa eftir því hvernig það nálgast drauma sína.

Fyrsti hópurinn eða um 70% fólks fer í gegnum lífið og með óskhyggjuna eina að vopni. Þessi hópur sagði hann að léti þar við sitja – að óska sér.

Annar hópur eða um 10% fólks, tekur næsta skref, sem er að þrá.

Þriðji hópurinn eða um 8%, þróar óskir og þrár þannig að úr verður von.

Fjórði hópurinn býr yfir tiltrú (e. belief) á því að úr verði en þessi hópur ku vera um 6% fólks.

Fimmti hópurinn eða um 4% fólks, fetar öll skrefin hér að framan en bætir svo við brennandi þrá. Þessi hópur hefur þar að auki trú (e. faith).

Aðeins 2% fólks tilheyra þeim hópi sem stígur lokaskrefin tvö, sem felast í því að gera áætlun og framkvæma svo áætlunina.

Nýrri rannsóknir hafa bent til að um 5% fólks skrifi niður markmið sín, geri áætlun og hrindi svo í framkvæmd.

Lítil þúfa lyftir oft þungu hlassi

Áðurnefnt uppgjör við brostna drauminn, sem var kveikjan að þessum pistli, veitti mér óvæntan innblástur. Að morgni dags síðla sumars, dustaði ég rykið af nokkrum góðkunnum draumum sem virtust meira eins og aftursætisbílstjórar sem gerðu vart við sig öðru hvoru. Sumir voru afgreiddir og vinsamlega sendir áfram til annarra dreymenda á meðan aðrir fengu sæti í farþegasætinu að framanverðu.

Að hætti Napoleon Hill voru framangreind skref stigin samviskusamlega, uns ásættanleg framkvæmdaáætlun hafði litið dagsins ljós. Og viti menn, örfáum vikum síðar eru sumir draumanna þegar orðnir að veruleika.

Áttu þér draum í leynum kæri lesandi? Ef svo er, hvers vegna ekki að gera áætlun um að láta drauminn verða að veruleika? Hafðu samband ef þig vantar hjálp.

Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching.
Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
mbl.is

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

Í gær, 23:00 Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

Í gær, 20:31 Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

Í gær, 16:57 Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

Í gær, 15:00 Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

Í gær, 13:30 Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

Í gær, 10:03 Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

Í gær, 06:00 Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

í fyrradag Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

í fyrradag „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

í fyrradag Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

í fyrradag „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

í fyrradag „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

í fyrradag Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

13.11. Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

13.11. Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

13.11. Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

13.11. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

13.11. Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

13.11. Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

13.11. Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »

Vill líta út eins og lifandi kynlífsdúkka

12.11. Transkonan Ivana er búin að fara í 20 fegrunaraðgerðir til þess að líta út eins og lifandi kynlífsdúkka. Ivana sem er 26 ára er sögð hafa eytt um 87 þúsundum punda í aðgerðirnar eða rúmlega 13 milljónum íslenskra króna. Meira »